Reykjavík er á hausnum, með frest út kjörtímabilið, fram í maí nk., en Dagur B. borgarstjóri lofar þremur milljörðum í eitt verkefni!

Merkilegt hvað maður­inn gerir sig breiðan, miðað við að ávís­ana­heftið verður tekið af Reykja­vík þegar frest­urinn rennur út í vor! Innan­tóm loforð mannsins upp í fínu stæl­jakka­ermina eru í megn­ustu mótsögn við stöðu borgar­sjóðs, en skuldir hans eru 1,8 sinnum meiri en heildar­tekjur ársins!

Leikskóla­stefna borgarinnar er að hruni komin, mörgum foreldrum og starfsmönnum til sárrar armæðu, en þá þykist Dagur geta snarað út þremur milljörðum króna í nýja leikskóla! Hentugt að tala þannig FYRIR kosningar!!

Eyðslustefnu borgarinnar í yfir­bygg­ingu og vitlaus gælu­verkefni verður að linna nú þegar, en þá segist borgar­stjóra­nefnan ætla að bæta þar um betur með fleiri innistæðulausum loforðum!

Og af hverju leggur hann ekki til, að laun sín verði lækkuð um helming, úr rúmum tveimur milljónum króna á mánuði?! Er ein milljón í hann ekki meira en nóg, miðað við afköst hans eða öllu heldur afkastaleysi hingað til? ---Jón Valur Jensson.

Guðmundur Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, ritar á vefsíðu hennar þetta fimmtuagskvöld:

Maðurinn er búinn að koma fjármálum borgarinnar í það horf, að reikna má með því að komist borgin ekki undir ábyrga stjórn eftir kosningar, verði settur umsýslumaður með fjármálum borgarinnar á vegum fjármála­ráðuneytisins. Nú stígur hann fram og veifar framan í borgarbúa kosninga­loforði upp á 3 milljarða í byggingu leikskóla, sem hann hefur ekki til umráða. Þetta er borgar­stjóri sem er með allt niður um sig í leikskóla­málum, skólamálum, umhverfis­málum, samgöng­umálum, svo eitthvað sé nefnt. Hvar ætli loforðaflaumur Dags endi, 3 milljarðar hér, borgarlína 170 milljarðar (varlega áætlað) og svo framvegis.

Ég vona að borgarbúar láti ekki blekkjast yfir slíkum yfirlýsingum, það þarf að vera til fjármagn til að lofa út og suður, slíkt er óábyrgt hjal sem engin innistæða er fyrir. Íslenska þjóðfylkingin gerir sér grein fyrir að víða þarf að taka til eftir núverandi meirihluta í borginni, en það verður ekki gert með digurbarkalegum yfirlýsingum, þar sem engin innistæða er fyrir. Nei! Til að taka til hendinni og laga það sem miður hefur farið í borgarmálum, þarf að hætta við gæluverkefni sem ekki eru lögbundin fyrir sveitafélög að gera, þar með er hægt að ráðast í lagfæringu á þjónustu þeirri sem borgarstjórn á að framkvæma til handa borgarbúum. Íslenska þjóðfylkingin vill gera borgina betri fyrir borgarbúa til að búa í, þar sem þeim finnst öryggi og velferð þeirra borgið, hagsmunir þeirra séu ekki fyrir borð bornir og samfélagsleg ábyrgð borgarstjórnar sé raunhæf. 

Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.


mbl.is Segir hugmyndir Eyþórs galnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband