Inga Sæland missir stuðning margra ef hún tekur upp innflytjenda­stefnu vinstri flokka

Logi Einarsson kveðst geta hugsað sér að vinna með Flokki fólks­ins, en skrökvar, að Sam­fylk­ingin eigi sam­leið með FF að vilja vinna fyrir þá sem minna mega sín í sam­fé­lag­inu. Í mál­efn­um flótta­manna og hæl­is­leit­enda væri hins veg­ar stefna Flokks fólks­ins "glanna­leg". For­senda sam­starfs væri að horfið yrði frá þeirri stefnu hans, segir Logi:

„En mér finnst þau hafa talað dá­lítið glanna­lega um flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur en við skul­um bara sjá hvort það fari ekki bara að víkja af þeirra stefnu­skrá,“ segir hann í Mbl.is-viðtali.

Því verður ekki trúað að óreyndu, að Inga Sæland og félagar fari að selja sannfæringu sína í innflytjendamálum fyrir ráðherrastóla. Það myndi sízt hjálpa þeim flokki í næstu kosningum. Margir, sem stutt hafa Íslensku þjóðfylkinguna, kusu flokk fólksins í kosn­ingunum 28. okt. sl. Hvorugur flokkurinn byggir á kyn­þáttahatri eða útlendinga­andúð, en halda sig við þá grunn­stefnu stjórnar­skrár­innar (76. gr.), að þeir, sem geta gert kröfu til félagslegrar og heilbrigðis-aðstoðar, auk framfærslu, þegar þörf krefur, eru fyrst og fremst íslenzkir ríkis­borgarar, aðrir ekki, meðan þessir hafa ekki fengið nauðsynlega þjónustu.

Pétur D. (Aztec) ritar hér á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar:

Þegar Logi fullyrðir, að Samfylkingin "eigi samleið með flokknum þegar kæmi að þeim sem minna mættu sín í þjóðfélaginu", þá er það lygi.

Þegar Samfylkingin leiddi ógæfustjórnina 2009-2013, þá gaf þessi flokkur skít í alþýðuna, láglaunafólk og öryrkja. Það eina sem flokkurinn hamaðist við að gera var að viðhalda kreppunni, koma minna efnuðu fólki með íbúðalán á kúpuna og troða landinu inn í Fjórða ríkið, meðan litli bróðir (VG) hlóð undir hrægammana og hýenurnar.

Já, það er oft þörf á að tala með tveim hrútshornum inn í flokkaumræðuna á Íslandi. Og Flokkur fólksins má ekki gleyma því, hvert umboð hans er: það er EKKI til að framkvæma hrapallega stefnu vinstri flokkanna í útlendingamálum, heldur þvert á móti að vinna fyrir íslenzkt alþýðufólk.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Flokkur fólksins til í vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert eins ömurlegt og fréttamyndir af sveltandi fólki. þessar hörmunga ar eiga sér stað í Afríku,gott ef ekki Sómalíu.Hvernig væri að menn slepptu einni máltíð og sendu andvirðið til þessa fólks ef ábyrgir aðilar eru að hjálpa.Friður 2000 myndi fara létt með að fljuga fullri vél af fiski og kindakjöti.kannski manaði ég hann fyrr,finnst eins og ég hafi skrifað þetta áður; Déja VU.....

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2017 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband