Mánudagur, 6.11.2017
Hleypum VG ekki að Stjórnarráðinu! - B,D,F,M er miklu skárri lausn sem blasir við.
Ánægjuleg eru tíðindi dagsins: Afstýrt er hættu á beinni vinstri stjórn. En fáeinir ræða möguleika á D,B,V-stjórn. Þar væri þó hætta á að VG gæti í krafti ráðuneyta, jafnvel í málefnasamningi, fengið úrslitaáhrif á fjölda flóttamanna hingað og hælisleitenda. Stefnuskrá þeirra skuldbindur þá til að leggja áherzlu á að fá hingað í minnsta lagi 2.000 flóttamenn á nýju 4ra ára kjörtímabili og sennilega um 5.000 hælisleitendur að auki, sem fengju hér aukinn rétt, m.a. líkast til búseturétt, að meirihluta til múslimska (sjá greinar hér á bloggsetrinu). Þetta má ekki verða, enda í andstöðu við vilja þjóðarinnar, eins og Evrópuþjóðir almennt vilja stöðva frekari straum múslima þangað, svo sem HÉR hefur áður verið sagt frá.
Það þarf að koma í veg fyrir, að vinstri öfgaflokkarnir (VG og Píratar) fái að komast að stjórnarborðinu, sem og að ESB-innlimunarsinnuðu öfgaflokkarnir "Björt framtíð" og "Viðreisn" fái að sýsla hér um stefnu stjórnvalda. Kosningarnar skiluðu þjóðinni mjög langt áleiðis í þessa átt, að hreinsa sviðið.
En nú má Bjarni Ben. ekki svíkja lit í innflytjendamálunum, ekki láta undan kröfum VG, og brýnt er að taka fyrir óeðlilegan leka hingað með lagfæringu á nýlegu Innflytjendalögunum, í áttina til þess sem frændur okkar á Norðurlöndunum eru að gera.
Jón Valur Jensson.
Telur að Bjarni hljóti að fá umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Norræn lönd, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.