Mánudagur, 30.10.2017
"Fyrir hvern einn flóttamann, sem við hjálpum hér, getum við aðstoðað 12 flóttamenn úti"
Þetta segir Birgir Þórarinsson, nýkjörinn alþm. Miðflokksins í Suðurkjördæmi, og talar af reynslu: hann vann við flóttamannaaðstoð á vegum SÞ og er umhugað um málefni flóttamanna. 82% sýrlenskra flóttamanna vilja snúa aftur til síns heima, segir hann.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna h[efur] víða unnið gott starf í flóttamannabúðum, þar sem heilsugæsla, skólar og jafnvel félagslegt kerfi, [er] sett upp á undraverðum hraða, að sögn Birgis. (Mbl.is-viðtal, sjá tengil neðar).
Hann tekur þó fram að hann sé að sjálfsögðu hlynntur því að Ísland taki á móti kvótaflóttamönnum. En ef hægt er að hjálpa þessu fólki á þessum svæðum, þá er til mikils að vinna í þeim efnum.
Það er gott, að reyndur maður setji þessi mál í rétt samhengi. Af orðum Birgis er ljóst
- að sé það áhorfsmál fyrir okkur, hve mikið fé fari af fjárlögum til flóttamannamála og vegna kostnaðar hér innanlands í sambandi við þau, með hliðsjón af takmarkaðri getu velferðarkerfisins til að ráða bót á sárri fátækt meðal sumra Íslendinga, þá er leiðin greið að hjálpa tólf sinnum fleira fólki frá stríðshrjáðum löndum með aðstoð okkar þar eða í nágrannalöndunum heldur en með því að kalla þá hingað til Íslands;
- að stór hluti flóttamanna vill í reynd hverfa til heimahaganna, ef og þegar stríðsástandi linnir, og taka þátt í uppbyggingu heima fyrir. Þess vegna óþarfi að ota ríkisborgararéttindum hér að fólki sem er alveg stolt af því að tilheyra öðru landi, þótt það fái hér tímabundið skjól og aðstoð.
Við þurfum að læra af þeim, sem reynsluna hafa, ekki dvelja um of við það, sem æstir talsmenn "Góða fólksins" kunna að hrópa á samfélagsmiðlum, að hluta til í þeim tilgangi að reyna að koma höggi á meinta andstæðinga sína. Við eigum öll að hugsa um sameiginlegan hag Íslendinga, loka ekki augunum fyrir neyð heimsins, en hjálpa þar til með þeim hætti sem skilvirkastur er og samrýmist getu okkar og vilja sem flestra. Hitt er ekki til farsældar að gera þessi mál að langtíma-misklíðarefni og stuðla að andstæðum í samfélaginu, hvað þá að varanlegu tveggja eða þriggja tungumála samfélagi í þessu litla landi feðra okkar og mæðra.
Jón Valur Jensson.
Vann við flóttamannaaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2017 kl. 13:25 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt Jón Valur að Íslenska Þjóðfylkingingin hafi dregið sig í hlé meðan lögreglurannsókn færi fram á vítaverðum kosningarbrotum hennar? í MÍNUM HUGA ER DAGAR HENNAR TALDAR!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2017 kl. 00:21
Þú kýst, Guðmundur Jónas, að gefa þér niðurstöðu rannsóknar þeirrar sem yfirkjörstjórn fór fram á. Sökina getur átt einstaklingur (eins og beinar vísbendingar eru um) eða einstaklingar, innan eða utan ÍÞ, en það gerir ekki flokkinn í heild né flokksstjórnina sjálfkrafa ábyrga fyrir þessum fölsunum.
Íslenska þjóðfylkingin, 4.11.2017 kl. 13:29
Innleggið var mitt. JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 4.11.2017 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.