Skrifstofan opin í dag. Kynning í Kolaporti um helgina. - VIÐAUKI: Eru "skeggjuð börn" að gerast laumufarþegar til Bandaríkjanna?

Skrifstofa Íslensku þjóðfylk­ingarinnar í Dals­hrauni 5, Hafnar­firði (gegnt Fjarðar­kaupum, hinum megin þjóð­vegarins til Keflavíkur) verður opin frá kl. 15 þennan föstu­dag, heitt á könnunni og skemmtilegt spjall. -Formaður.

Við verðum með kynningu á Íslensku þjóðfylk­ingunni og söfnun meðmæl­enda framboðanna í Kolaportinu laugar­daginn 7. og sunnudag 8. okt., nú um helgina, kl. 10 til 17. M.á. verður þar, hluta tímans, oddamaður ÍÞ í Rvík-suður, Jens G. Jensson.

VIÐAUKI 

Eimskipsmenn eru annað en sáttir við, að þeir eru nánast neyddir í hlutverk landa­mæra­varða vegna hælisleitenda sem vilja laumast um borð í skip til að komast til Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt í DV verður "sífellt algengara" að hælis­leit­endur reyni að smygla sér um borð í Ameríkuskip, nú síðast hælis­leitandi undir lögaldri, kannski eitt "skeggjuðu barn­anna" (ungra karlmanna sem reynt hafa að ljúga til um aldur) sem hingað hafa borizt! 

Full er það sönnun fyrir of mikilli linkind í hælisleit­endamálum, að sumir þeirra, sem reyna að laumast í skip Eimskipa í Sundahöfn, hafa gert til þess upp í tíu til ellefu tilraunir! Af hverju var þeim ekki vísað héðan strax við slíkt brot? Á frekar að halda þeim hér uppi von úr viti á kostnað íslenzkra skattborgara?!

Þetta er enn ein ástæða til að vísa tilhæfulausum hælis­leit­endum bein­ustu leið og tafar­laust úr landi. ISIS og al-Qaída geta t.d. verið að reyna að smygla mönnum reiðu­búnum til fjölda­morða í Banda­ríkjunum í gegnum Ísland. Sannarlega yrði það öllum ærlegum Íslendingum sorgar- og sneypuefni, ef slíkt ætti sér stað vegna vanrækslu okkar eigin yfirvalda.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband