Fimmtudagur, 5.10.2017
Væri þessi nýja könnun marktæk, væri það gott start hjá ÍÞ og mest þó hjá tveimur efstu!
Ný skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu sýnir enn sérstöðu hlustenda hennar, þar sem Flokkur fólksins hefur notið vinsælda -- þó umtalsvert minni nú en í síðustu könnun. Nýi hástökkvarinn er ótvírætt Miðflokkurinn.
Nú raðast flokkarnir þannig:
Flokkur fólksins: 32.45%
Miðflokkurinn: 26,95%
Sjálfstæðisflokkurinn: 20,04%
Íslenska þjóðfylkingin: 4,96%
Framsóknarflokkurinn: 3,90%
Samfylkingin: 2,84%
Vinstri græn: 2,84%
Skila auðu: 2,66%
Píratar: 2,13%
Alþýðufylkingin: 1,24%
Viðreisn: o,72%
Björt framtíð: o,00%
Þetta lítur vel út! En vitaskuld er þetta ekki marktæk niðurstaða meðal annarra en takmarkaðs hóps manna. En kynning á stefnumálum Íslensku þjóðfylkingarinnar er þó hafin; formaðurinn var t.d. í fróðlegu viðtali á Útvarpi Sögu í gær (Sjá það í síðustu færslu hér).
JVJ.
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki að sjá að íslenska þjóðfylkingin sé að fara að ná kjöri og sennilega væri bara best að leggja hana alveg niður svo hún sé ekki að taka atkvæði frá flokki fólksins eða Sigmundi enda ljóst að þau atkvæði nýtast ekki til annars.
Aðalsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 14:40
Rangt ályktað hjá þér, Aðalsteinn.
1. Enginn annar flokkur tekur að sér hlutverk Þjóðfylkingarinnar.
2. Formleg kosningabarátta í sjónvarpi er enn naumast byrjuð. Ólíkt því sem nú er, verður þar visst jafnræði flokka um athygli.
Íslenska þjóðfylkingin, 5.10.2017 kl. 15:12
Þetta var nú ekki beint ályktun hjá mér heldur er það bara augljóst að íslenska þjóðfylkingin á ekki neina einustu fræðilegu möguleika á að hífa fylgið upp fyrir 5% markið fyrir þessar kosningar til að koma manni eða mönnum inn á þing og ekki einu sinni yfir 2,5% markið. Þess vegna er augljóst líka að atkvæði greidd íslensku þjóðfylkingunni munu ekki nýtast neinum nema vinstri grænum sem nú hafa forystu í skoðanakönnunum. Þá væri nú betra að þau færu til flokks fólksins eða Sigmundar. Það þarf mikla blindu eða afneitun til að sjá ekki að þetta er rétt hjá mér.
Aðalsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 16:19
Þetta veiztu í raun ekkert um, Aðalsteinn. Veðrabriogði geta orðið skjót í pólitík, og eins og hér var fjallað um í grein, er kosningabaráttan rétt að byrja og ýmis tækifæri að gefast fyrir fólk til að skoða hina miklu sérstöðu Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin, 6.10.2017 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.