Ótvíræðar upplýsingar um stefnu vinstri flokkanna í innflytjendamálum sýna hve óábyrg hún er!

1) "Björt framtíð" vill fjölga lands­mönnum í 800.000 árið 2050. Nú erum við (með vinnandi EES-fólki) 340.000. Þetta merkir að BF vill fá minnst 460.000 útlend­inga hingað eða 13.939 manns á hverju einasta ári þessi 33 ár sem eiga eftir að líða til miðrar aldar­innar! Já, þetta er í alvöru stefna "Bjartrar framtíðar"! því að fjölgun þjóðarinnar sjálfrar heyrir nú fortíðinni til, fæðinga­tíðni er komin (2016) niður í aðeins 1,75 börn á hvert par eða hverja konu á barneignaaldri og dugar ekki til að halda okkur við, m.a. vegna yfir 1000 fósturvíga á hverju ári. Þessi fjölgun í 800.000 yrði því ekki með náttúrlegum hætti, heldur ekki sízt með flóttamönnum og hælisleitendum. 

2) Um stefnu Vinstri grænna í þessum málum var fjallað hér í sérstakri grein: Ábyrgðarlaus inn­flytjenda­stefna Vinstri grænna, sem boðar, að við Ís­lend­ingar "eigum að taka á móti umtals­vert fleiri flótta­mönn­um, að lág­marki 500 á ári," segir þar, en ekki nóg með það, heldur bætt við: "Jafna þarf að­stæð­ur hælis­leit­enda og svo­kall­aðra kvóta­flótta­manna og tryggja full­nægj­andi fram­kvæmd nýrra út­lend­inga­laga með fjár­magni og mann­afla," eins og segir í stefnuskrá VG. Nú verða hælisleitendur langt yfir 1000 á árinu; VG vill jafna "rétt" þeirra á við kvóta­flóttamenn og landsmenn sjálfa; það gæti því leikandi merkt 1500 manna fjölgun með þessu móti árlega, já, ár eftir ár eftir ár! Stórfurðulegt að augljóslega hafa þessar staðreyndir farið hljótt í samfélaginu. Eitt er víst, að þær eru ekki ástæða þess, að VG undir formennsku síbrosandi Katrínar mælist nú efst flokka í skoðanakönnunum!!!

3) Stefna Pírata er ekki síður hrikaleg; þeir vilja samkvæmt heimasíðu sinni galopna landið, undir augljósum áhrifum af "No Borders"-stefnunni!

4) Samfylkingin teflir nú fram Helgu Völu Helgadóttur í efsta sæti í Reykjavík suður, en hún á beinna atvinnu­hagsmuna að gæta sem lögfræðingur fyrir hælis­leitendur, einn af rúmlega 30 slíkum sem gegna dýrkeyptum "sérfræði­störfum" fyrir Rauða kross Íslands og Útlendinga­stofnun!

Enginn flokkur er með jafn-skýra og skelegga stefnu í innflytjenda­málum og Íslenska þjóð­fylkingin. Því er full þörf á að menn leggi henni lið við að fylla sína frambjóðenda- og meðmælendalista. Þeir, sem fúsir eru til baráttunnar, geta látið vita í athugasemd hér eða með tölvubréfi til formannsins, Guðmundar Karls Þorleifs­sonar (rafspenna@simnet.is) eða til undirritaðs (jvjensson@gmail.com) eða hringt í skrifstofu flokksins í síma 789-6223. Eins er hægt að ræða málin við formanninn í síma 898-7900 eða varaformanninn Helga Helgason í síma 897-6350 eða undirritaðan (616-9070). Nýir flokksmenn og stuðningsmenn eru líka velkomnir; árgjaldið er 3.000 kr. og full þörf á fjárframlögum til að kosta auglýsingar og aðra kynningu málstaðar okkar í margvíslegum málum.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir þessa gagnleg upplýsingar Jón Valur.

Hvenær er skrífstofur ópinn ?

Merry (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband