Laugardagur, 30.9.2017
Öfgahreyfing notfærir sér slapplega stefnu sænskra yfirvalda
Fordæma ber nazisma í öllum hans myndum og ofbeldisaðgerðir nýnazistahreyfingarinnar NMR í Gautaborg í dag. Hitt er þó ljóst, að sænsk yfirvöld hafa með linkind sinni í innflytjendamálum átt þátt í því að æsa upp öfgaöfl til stuðnings við þá hreyfingu. Það er stórlega miður þegar sósíaldemókratar, af öllum flokkum, verða slíkum öfgaöflum óbein átylla og jafnvel hvatning til að boða til átaka í samfélaginu. Eins þrífast þau á bæði sönnum og ýktum fréttum af framferði öfgamúslima og þeirra sem upp á sitt eindæmi neyða sínum harðneskjulegu sjaríalögum upp á ættingja sína, sem vilja njóta þess frelsis og þeirra mannréttinda sem boðið er upp á í vestrænu samfélagi.
Íslenska þjóðfylkingin styður sjálfstæði og fullveldi Íslands, m.a. gegn Evrópusambandinu, en fordæmir bæði útlendingahatur og alla kynþáttahyggju. Við erum almennt andvíg fjölgun múslima á Íslandi, þ.e. með innflutningi, en til þess eru margar ástæður, en ekki rasískar, enda höfum við ekki andmælt móttöku flóttamanna frá Sýrlandi, en viljum að hingað verði þá fengnir kristnir flóttamenn, sem eiga hér betur heima en múslimskir og aðlögun þeirra auðveldari til lengri og skemmri tíma.
Jón Valur Jensson.
Óeirðir vegna nasistagöngu í Gautaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr Jón Valur.
Merry, 30.9.2017 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.