Mánudagur, 25.9.2017
Fyrir hvað stendur krossinn í Rauða krossinum?
Tjaldbúinn hjartveiki í Sjónvarpi í kvöld leitaði á náðir Rauða krossins í Hafnarfirði um að fá stúdíóherbergi fyrir sig og konu sína meðal flóttamanna, en konu hans var vísað í Konukot í Rvík þar sem útigangskonur gista og eiginmanninum vísað í gistiskýli í Reykjavík fyrir utangarðsmenn, eftir margítrekaðar tilraunir þeirra til að fá herbergi hjá Rauða krossinum.
Er þetta kristilegt? Fyrir hvað stendur krossinn í Rauða krossinum? Eru Íslendingar orðnir annars flokks borgarar á Íslandi?
(Vinur undirritaðs hringdi og sagði honum frá þessu, með þessum töluðum orðum og hafði eftir mjög öruggum heimildum.)
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Athugasemdir
Það hefði verið til nóg af "úrræðum" ef hann hefði verið "HÆLISLEITENDI".
Jóhann Elíasson, 26.9.2017 kl. 08:23
Rétt hjá þér, Jóhann. Þetta er virkilega öfugsnúið orðið allt saman í meðförum óábyrgra leiðandi manna í Rauða krossi Íslands.
JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 26.9.2017 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.