Laugardagur, 26.8.2017
Fækkum hraðabungum í höfuðborginni!
Það er löngu kominn tími til að skafa burt stóran hluta af óþörfum hraðabungum í Reykjavík. Víða duga aðrar umferðarmerkingar, en bæði bílar og menn verða leiksoppar harðra ákeyrslna á hraðabungur, m.a. í snjókomu, dimmu eða litlu skyggni.
Menn finna það á sjálfum sér, ekki sízt í strætisvögnum, hve óþægilegur þessi hossingur er fyrir líkamann, og hefur þeim tilfellum fjölgað með fjölgun erlendra bílstjóra strætisvagnafyrirtækjanna, manna sem trúlega hafa ýmist litla akstursreynslu eða ökupróf sem jafnast ekki að gæðum við það sem íslenzkir bílstjórar hafa.
Ennfremur hefur orðið tjón á bílum við að þeir skullu á hraðabungum.
Þess vegna hittist skemmtilega á, að það er einmitt framkvæmdastjóri borgarfyrirtækis í slíkum vagnaferðum, Jóhannes Rúnarsson, frkvstj. Strætós bs., sem vekur athygli á þeim baga sem þessar bungur eru fyrir strætisvagnana, jafnvel þannig, að þær "tefja rafvæðingu strætisvagnaflotans á höfuðborgarsvæðinu, og hefur afhending fjögurra rafvagna dregist um nokkra mánuði vegna þessa," eins og hann segir í fréttarviðtali við Mbl.is.
Já, nú mega Hjóla-Hjálmar og Dagur borgarstjóri á útleið sannarlega fara að endurskoða sína umferðar-pólitík, sem í þessu efni sem öðrum er á ská og skjön við eðlilega skynsemi og iðulega í beinni mótsögn við vilja borgarbúa.
Tekið skal fram, að vitaskuld þarf að gera undantekningar um hraðabungur á götum þar sem reynslan sýnir að vegfarendum getur stafað hætta af hraðakstri. En almennt myndi draga úr honum með notkun eftirlitsmyndavéla.
Jón Valur Jensson.
Hraðahindranir tefja rafvæðingu Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Borgarmál | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar á þetta við um allt höfuðborgarsvæðið og Strætó bs er ekki stofnun á vegum borgarinnar heldur á sameign allra sveitafélaganna á höfðuborgarsvæðinu. En það breytir því ekki að það þarf að finna aðrar lausnir en að setja upp allar þessar hraðahindranir til að koma í veg fyrir of hraðan akstur í íbúðahverfum. En meðan aðrar lausnir eru ekki komnar er því miður þörf á þessum hraðahindrunum. Ein leiðin getur verið sú að setja líka upp hraðamyndavélar í úbúðahverfum og þær lækka í verði með hverju árinu en kostnaðurinn við hraðahindranirnar gerir það ekki. Myndavélarnar eru því alltaf að verða fýsilegri lausn. Önnur leið getur verið sú að láta setja hraðastoppara í alla bíla sem eru gengdir GPS staðsetningarbúnaði og tölvu þar sem búið er að setja inn hámarkshraða í hverri götu og búnaðurinn kemjur í veg fyrir að hægt sé að aka hraðar. En að sleppa þessu öllu lausu án þess að hindra menn á nokkurn hátt í að aka of hratt er ávísun á fleyri alvarleg slys þar sem ekið er á gangandi og hjólandi vegfarendur þar með talið börn.
Sigurður M Grétarsson, 26.8.2017 kl. 18:42
Takk fyrir innleggið og umræðuna, Sigurður.
Undirritaður vissi vel um sameign sveitarfélaganna á Strætó bs., en Reykjavík á þar stóran hlut.
JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 26.8.2017 kl. 19:40
En það breytir því ekki að borgarstjórn hefur ekki beina aðkomu að stjórn fyrirtækisins. Því er skipuð stjórn þar sem öll sveitarfélögin eiga fulltrúa og allar stærri samþykktir þurfa samþykki allra sveitarfélaganna til að ná fram að ganga.
Sigurður M Grétarsson, 27.8.2017 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.