Miðvikudagur, 23.8.2017
Fylgið hrynur af ríkisstjórninni - Flokkur fólksins, ÍÞ og Dögun með 9,7%
Íslenska þjóðfylkingin er komin upp í 1,6% í nýrri MMR-könnun, sannarlega í rétta átt!
Og ríkisstjórnin er eindregið farin að stefna á HRAP: Sjálfstæðisflokkur tapar 5% af sínu þjóðarfylgi, Björt framtíð fellur út af þingi (3,6%), ríkisstjórnin sjálf hrapar úr 34,1% niður í 27,2%!
Þótt flokkur ESB-Benedikts virðist eiga sér "viðreisnar von" með 6,0% "nú", þá er það samt ekki NÚ, heldur var könnunin gerð 15. til 18. þessa mánaðar, þá var hneykslið um ólögmætar styrkupphæðir til Viðreisnar (einkum frá auðkýfingum) á kosningaárinu enn ekki komið í ljós; en þetta svindl gaf þeim flokki yfirburði í kosningaauglýsingum, þess nýtur hann nú í þingmannafjölda, ráðherralaunum og pólitísku valdi, sem vekur þó sáralitla hrifningu kjósenda eftir á, enda nær Viðreisn ekki fylgi Flokks fólksins, sem er komið upp í 6,7%.
Já, ríkisstjórn á útleið, skyldi maður vona, enda fáir spenntir fyrir henni, rétt rúmlega fjórði hver maður!!
Sjá frétt og línurit um úrslitin hér á vefsíðu MMR!
Jón Valur Jensson.
Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Innanflokksmál, Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Ég gef lítið fyrir skoðanakannanir, enda þær lítt trúverðugar í dag. Það hefur sýnt sig margoft bæði hérlendis og erlendis. Ég held ég segi eins og Ingibjörg Sólrún sagði eitt sinn, þegar hún var spurð út í einhverja skoðanakönnunina: "Þetta eru ekki kosningar. Við getum verið róleg á meðan." - Varðandi fylgi BF, þá fær Óttar þarna sönnun þess, að það borgar sig engan veginn fyrir hann og hans fólk að klessa sig svona upp við Viðreisn. Ég á heldur ekki von á því, að Samfó fái svona mikið. Þó er aldrei að vita, enda hefur Dagur því miður mikið persónufylgi. Ég er alveg harðákveðin í því, að hann má þakka fyrir, ef hann kemst einn inn næsta vor. Hjálmar á ekki sjens, enda flestir búnir að fá nóg af honum upp í kok og mega varla heyra á hann minnst aukheldur meira. Ég vona, að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira en þetta, og Framsókn líka, og það verði borgarstjórnarskipti næsta vor, svo að við losnum við þessa leiðinda jólasveina, sem stjórna borginni flestum ef ekki öllum til skaða og leiðinda, og eitthvað viti bornara fólk fari að setjast í stjórnarstólana og vonandi snúa þeirri óheillaþróun við, sem hefur staðið alltof lengi. Mál er að linni þessarri vitleysu, sem úr Ráðhúsinu kemur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.