Sigríður Á. Andersen talar skýrt og tæpitungulaust um mál hælisleitenda í afar upplýsandi viðtali

Sigríður dómsmála­ráðherra var gestur Arn­þrúð­ar Karls­dóttur í Útvarpi Sögu í gær og mælt­ist þar mjög sköru­lega um ýmis mál, ekki sízt um hæl­is­leit­end­ur eða með­ferð um­sókna þeirra, en einn­ig um s.k. hat­ur­sorð­ræðu (og m.a. spurð út í ójafn­ræði í þeim málum), um fíkni­efnamál og um upp­reisn æru.
 
Nú er markvisst unnið að því að stytta máls­meðferðar­tíma hælis­leitenda, nú þegar er (að hennar sögn) hafin vinna til þess að ná því mark­miði, með því að ráða fleira starfs­fólk og greina hraðar hvers eðlis þær umsóknir sem berist séu.
 
Hún segir að sérstaklega þurfi að hraða máls­meðferð tilhæfu­lausra umsókna, en Sigríður segir þó, að þegar afgreiðslu umsókn­anna sé lokið sé ekki búið að klára málin; “svo þarf að koma fólkinu úr landinu og það getur tekið dágóða stund, einkum og sér í lagi ef fólk er ekki með skilríki, þá hafa þessi eigin lönd jafnvel neitað að taka við þessu fólki," segir Sigríður. (Af vef Útvarps Sögu.)
 
Undir lok þáttarins kom fram, að Sigríður nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar við styttingu málsmeðferðar hælisleitenda og jafnframt við tillögu hennar um að fella niður lagaákvæði um uppreisn æru.
 
 
Viðtalið við Sigríði er reyndar efni tveggja fréttagreina á vef Útvarps Sögu á þessum nýliðna þriðjudagi, og þar er einnig að finna tónlistarspilara þar sem menn geta hlustað á viðtalið allt.
Í síðarnefndu fréttinni kemur fram, að vitaskuld tekur Sigríður ekki í mál, að hér fengju menn að komast upp með barnabrúðkaup (eins og tíðkast meðal ýmissa þjóða, þ.á m. sumra múslimskra).
 
Því ber að fagna, að dómsmálaráðherra er með skýra og góða stefnu í þessum málum sem snúa að útlendingum, en þar á meðal eru mörg atriði sem ekki var drepið á hér ofar. Sem flestir ættu að hlusta á þáttinn sjálfan, einkum fyrri hlutann og bláendann.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband