Evrópulönd hvert á eftir öðru eru stig af stigi að loka á hælisleitendur

Ekki hét Góða fólkið® þessu fyrir ári!

Aust­ur­rísk stjórnvöld vilja fá aðstoð hers­ins til að hægja á straumi hælis­leit­enda frá Ítalíu. 85.000 hafa komið sjó­leiðis til Ítal­íu 2017, Frakkar neita Ítölum (sem ráða ekki við þennan fjölda) um að taka við meira fólki, því að það hafi þver­öfug áhrif sunnan Mið­jarðar­hafs: auki bara strauminn yfir hafið!

Þetta kemur skýrt fram í frétt hér í gær: Ítal­ir geta ekki tekið ein­ir við hæl­is­leit­end­um, þar sem segir m.a.:

Ítölsk stjórn­völd hafa reynt að þrýsta á önn­ur Evr­ópu­ríki að opna hafn­ir sín­ar fyr­ir björg­un­ar­skip­um og deila þannig byrðinni. Stjórn­völd í Frakk­landi hafa hafnað slíkri beiðni og sagt slík­ar aðgerðir hafa öf­ug­virk­andi áhrif. Slíkt gæti hvatt fleiri hæl­is­leit­end­ur til að halda yfir hafið, að því er AFP hef­ur eft­ir ein­um aðstoðar­manni Ger­ards Collomb, inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands. (Mbl.is)

Vincent Cochetel, sér­stak­ur sendi­full­trúi flóttamannahjálpar SÞ í Miðjarðar­hafs­ríkj­un­um, "hvatti til end­ur­skoðunar á áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins í mál­efn­um hæl­is­leit­enda frá 2015, þar sem til stóð að flytja 160.000 hæl­is­leit­end­ur frá Ítal­íu og Grikklandi til annarra ríkja ESB. Ein­ung­is er búið að flytja 20.000 af þeim 160.000 hæl­is­leit­end­um sem til stóð að flytja og ríki á borð við Ung­verja­land, Pól­land og Tékk­land hafa neitað að taka þátt í áætl­un­inni." (Mbl.is) -- Ekki geng­ur sú áætlun eftir með þessu vinnulagi!

Hér má sjá á mynd gott sýnishorn af hælisleitendum með skipum til Ítalíu, en vart nema lítill hluti þeirra mun koma frá hinu stríðshrjáða, fjarlæga Suður-Súdan, enda er fátækt þar mikil, en fargjaldið rándýrt yfir hafið.

Björgunarskipið Aquarius, sem rekið er af S.O.S. samtökunum og Læknum ...

Það skyldi þó ekki fara svo, að Íslenska þjóðfylkingin og systur­flokkar hennar á megin­landinu hafi reynzt sannspáir um þau vandræði, sem leiðtogar Þýzka­lands, Svíþjóðar o.fl. landa, en fyrst og fremst Evrópu­sambandsins voru að kalla yfir lönd sín og þjóðir með hinni nánast galopnu eða allt of losaralegu stefnu í innflytjenda­málum?

Í reynd eru jafnvel sýrlenzkir flóttamenn farnir að snúa í stórum stíl til baka til heimalandsins, talað er um 400.000 slíka, en á meðan heldur straumurinn áfram norður á bóginn frá löndum sem búa EKKI við stríð!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Herinn verði sendur á landamæri Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ný frétt á Mbl.is af viðbrögðum Austurríkismanna: 

Vilja senda her­sveit­ir í Brenner-skarð

Jón Valur Jensson, 4.7.2017 kl. 13:33

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/07/04/vilja_senda_hersveitir_i_brenner_skard/

Íslenska þjóðfylkingin, 4.7.2017 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband