Evrópuþjóðir sem loka nánast á aðkomu múslima sleppa alveg við hryðjuverk - hinar miklu síður

Fólksfækkunarferli Evrópu og líka Ís­lands (nú fæðast aðeins 1,75 börn á hvert par eða hjón hér á landi) ætti að verða okkur hvatning til að gera betur í barneignamálum til að standa með þjóðinni á tímum viðsjálla umbyltinga vegna fólksflutninga og vinna gegn fjölgun fóstureyðinga (það vill þjóðin).

Milljónir Bandaríkjamanna koma til Evrópu á hverju ári, áratugum saman, og þeim fylgja engin hryðjuverk.

Pólverjar, Ungverjar, Tékkar, Sló­vakar o.fl. þjóðir austan gamla járn-tjaldsins og vestan Rússlands loka nánast á aðkomu múslima. Þeir sleppa líka alveg við hryðjuverk. Það gera hins vegar Frakkar ekki, ekki Bretar, Spánverjar, Belgar né Þjóðverjar.

Úr evrópsku löndunum, þar sem múslimar eru í meirihluta (Albaníu, Makedóníu, Kosowo), streyma "efnahagsflóttamenn" (auk fólks sem vill komast á félagslegt framfæri ríkari landa). Ekki eru það mikil meðmæli með ástandinu í þeim löndum, þótt þar sé ekkert stríð.

Yfirgnæfandi meirihluti Evrópumanna vill loka á frekari aðflutninga múslima til lands sinna, eins og fram kom í ýtarlegri könnun Chatham House í byrjun þessa árs og HÉR hefur áður verið sagt frá.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þeir munu sennilega vita hvað hangir á spitunni !

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.6.2017 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband