Hyggst Sigmundur Davíð breyta einhverju verulegu í grundvallar­atriðum, eða vill hann andlitslyftingu þess gamla?

Eðlilegt er að spurt sé, m.a. með hliðsjón af góðri hvatningu Guðm. Jónasar Krist­jáns­­sonar á Moggabloggi hans:

Hvað boðar Sigmundur og Framfara­félagið?

   Fróðlegt verður að vita hvað pólitísk skilaboð
Sigmundur Davíð hefur að bjóða í Rúg­brauðs­gerð­inni
nú á laugar­dags­morgun.

  Verður þetta enn einn kjafta­klúbburinn með miðju-
moðs-ívafi, opinn í alla enda, já svokölluð samræðu-
stjórnmál, sem hingað til hafa engu skilað nema enn 
meiri pólitískum glundroða, eða verður eitthvað bita-
stæðara í boði? Já t.d. í einhverjum pólitískum takti
við það sem hefur verið að gerast og gerjast í stjórn-
málum beggja vegna Atlantsála síðustu misseri?

  Verður hinum pólitíska rétttrúnaði á Íslandi með
RÚV-liðinu í forsæti settur stóll fyrir dyrnar? Og
hvað með þjóðhyggjuviðhorfin sem nú fara sigurför um
Evrópu í dag? Já hvað með Evrópumálin, s.s. Schengen-
ruglið, EES, sem þarfnast mikillar endurskoðunar, auk 
hinna stórgölluðu útlendingalaga, og stjórnleysið í
hælisleitenda-og flóttamannamálum? Að ógleymdri íslams-
væðingu Evrópu og fyrirhugaðri moskubyggingu á Íslandi?

   Verður skautað fram hjá öllum slíkum pólitískum
stórmálum? Hitamálum! [...]

Já, þannig má spyrja með Guðm. Jónasi, en ætli svörin komi fram? Þorir Sigmundur fremur en aðrir í Sjöflokknum á þingi að taka á þessum grund­vallarmálum, sem varða framtíð landsins og barna okkar svo miklu?

Það er ekki undarlegt, að þessi gagnrýnandi nefni RÚV í sinni upptalningu, en jafnvel Fréttablaðið sér fáránleikann í því, hvernig Rúv er "stríðalið" af ríkinu og einkareksturssinnuðum (!) stjórnvöldum á sama tíma og aðrir fjölmiðlar eru að deyja út vegna fjárskorts, sbr. þennan skelegga leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur aðalritstjóra í blaðinu í dag: Ohf. er bastarður.

Svo skal að endingu minnt hér á merkilega frétt sem birtist hér árdegis, líklega fyrst hér, af öllum fjölmiðlum íslenzkum (en RÚV þagði um málið í hádeginu!):

Bretland hýsir 23.000 jíhadista (fylgismenn heilags stríðs). Huge scale of terror threat revealed (The Times)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Breytt stjórnmál kalla á viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Og þetta var hjá The Times í dag fyrst á meðal Today's top stories: Britain is home to 23,000 jihadists

Íslenska þjóðfylkingin, 27.5.2017 kl. 15:46

2 Smámynd: rhansen

lestu það sem STYRMIR skrfar i morgun !

rhansen, 27.5.2017 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband