Niðurstaða frönsku forsetakosninganna ...

var í raun stórsigur Le Pen, þó svo að hún hafi ekki verið kosin forseti Frakk­lands. Hún jók fylgi við forseta­framboð frönsku Þjóðfylk­ingar­innar um 100% frá því að faðir hennar tók þátt í því. Við skulum fagna, 34,1% fylgi við flokk­inn er stór sigur, og þeir koma til með að eiga næsta forseta Frakklands. Bylgja föður­lands­vina er komin til með að vera, óskum föður­lands­vinum í Frakklandi til hamingju með meiriháttar árangur.

Guðmudur í framboði til formanns Guðmundur Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylk­ingarinnar.


mbl.is Macron næsti forseti Frakklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur - sem og þið önnur, innan Þjóðfylkingarinnar !

Marine Le Pen: hefði þurft að vera miklu harðskeyttari, sérílagi, gagnvart Múhameðska packinu, sem er að eitra Franskt samfélag meir og meir, með hverjum deginum sem líður.

Þá - hefði hún mögulega náð mun lengra, það þýðir enga 1/2 velgju, í viðureigninni við Mekku- Steinaldarhyskið, Guðmundur minn.

Hvorki: í Frakklandi, hér á landi né annarrs staðar.

Því - finnst mér lofsverð, sú afstaða Angólamanna, þar syðra / að loka á moskur og annan óþrifnað, sem þeir gerðu árin 2013 og 2014, og stefna að útilokun þessa rumpulýðs: hið eina og 1. Afríkuríkja, til þessa, a.m.k.

Með:harðnandi afstöðu Íslenzku þjóðfylkingarinnar, í þessum efnum, á hún gnægð sóknarfæra hérlendis, ef þið brettið upp ermar og spýtið í lófa, nú þegar.

Ekki svo burðugir - hinir flokkarnir, sem fyrir eru hérlendis, hvort eð er !

Með beztu kveðjum, sem oftar - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 00:46

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Þetta er þitt viðhorf, Óskar Helgi, forvitnilegt, en undirritaður tekur fram, að ekki hefur það verið rætt á vettvangi Íslensku þjóðfylkingarinnar, hvað þá að afstaða hafi verið mótuð til þessara áherzluatriða þinna. En vel má skeggræða öll þessi mál hér á hvorn eða hvern veginn sem er. Samræðan sú getur orðið farvegur upplýsinga og vonandi á endanum leitt til meiri skilnings, raunhæfra niðurstaðna og heilbrigðrar samstöðu um málefnin.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, á sæti í flokksstjórn.

Íslenska þjóðfylkingin, 8.5.2017 kl. 01:35

3 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Jón Valur !

Reyndar: beindi ég athugasemd minni alfarið, til Guðmundar formanns Þorleifssonar:: og, allra sízt til þín Jón minn, vitandi um allt of milda afstöðu þína, til hinna Múhameðsku, til þessa a.m.k.

Engar - engar málamiðlanir, eiga að koma til greina gagnvart þessu liði, sé litið til um það bil 1400 ára ömurleika ferils, þessa liðs.

Með þeim sömu kveðjum - sem þeim seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 01:46

4 identicon

Vive la France, vive la démocratie....lengi lifi Frakkland...lengi lifi lýðræðið...lengi lifi Evrópusambandið...lengi lifi Jafnaðarmennskan...Hið góða sigraði hið illa...góða fólkið vann og vonda fólkið á að skríða í rasistaholuna sína og skammast sín....ESB vann...Jafnaðarmenn unnu...hið góða sigraði....vive la France.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 08:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Erfitt áttu með að hemja kátínu þína, Helgi, og slengir galvaskur fram upphrópunum þínum, en gleymir að vísu að rökstyðja þær!

Eftir margra ára óstjórn jafnaðarmennskunnar undir forystu Hollandes forseta nýtur hann 4% (fjögurra prósenta) trausts!

Að kalla andstæðinga Macrons "vonda fólkið" er dirfskufull einföldun, en órökstudd að sama skapi. Kjósendur Marine Le Pen vilja Frakklandi og frönsku þjóðinni vel, þótt þeir kaupi ekki hömlulausustu fjölmenningarstefnuna og hafni því, að múslimar eigi að hafa nær óskertan aðgang að landinu.

Sjálfur fekk Macron ekki sín 65% án þess að hafa lofað harðari stefnu gagnvart þessum ágangi á ríkið: Hann lofaði 5.000 starfa fjölgun í landamæravörzlu, ennfremur yrðu allir nýir ríkisborgarar að kunna frönsku og trúarleiðtogum gert að undirgangast fræðslu um frönsk gildi (og meðal þeirra eru frelsi, jafnrétti og bræðralag, nokkuð sem islamistar viðurkenna ekki).

Helgi þessi getur ekki jaðarsett kjósendur Marine Le Pen, þeir eru hlutfallslega miklu fleiri en jafnaðarmenn hafa nokkurn tímann orðið á Íslandi; Le Pen er með yfir 34% fylgi, en stærsti flokkurinn á Íslandi gerir sig ánægðan með sína 25-28% "yfirburði"!

Svo fer því fjarri, að Evrópusambandið hafi fengið einróma eða ósvikna traustsyfirlýsingu frá Frökkum. Macron varð sjálfur að heita því að standa fastur á fullveldisrétti Frakklands og stöðva ásókn ESB í yfirþjóðlegt vald -- ella væri viðbúið, að FREXIT yrði ofan á, þótt síðar yrði!

Jón Valur Jensson, 8.5.2017 kl. 12:07

6 identicon

Sælir - sem fyrr !

Nafni minn Jónsson: (kl.08:29) !

Þarftu nú ekki - að hafa lágmarks vitsmuni, til þess að geta tjáð þig, um tiltekin málefni: almennt ?

I. Frakkland á á hættu: að sogast niður í villimennzku Múhameðskunnar, þar sem Macron er ódýrt leiguþý landamæralausu stjórnleysingjanna, hinna Alþjóðlegu.

II. ''Jafnaðarmennzkan'' þín - kristallazt í endurspeglun sjálftöku og Kapítalízkrar nauðhyggju:: sbr. tímabil Jóhönnu og Steingríms J. (2009 - 2013), þó ekki hafi betra tekið við hérlendis, sem kunnugt er.

III. Rasistar (Mannfræðingar: hinir eiginlegu), hafa ekkert með málefni Frönsku Þjóðfylkingarinnar, að gera / Marine Le Pen, er t.d. hlynnt framlagi Bhúddísks og Hindúísks fólks, til starfa og uppbyggingar Fransks þjóðlífs, muni ég rétt.

IIII. Múhameðska packið - er af svipuðu calíberi, og Nazista plágan Þýzk- Austurríska, á fyrrihluta 20. aldar, þó þér og þínum líkum henti ekki, að taka það með í umræðuna, nafni minn.

V. Reyndu: að afla þér meiri söguþekkingar, áður en þú tekur til við, að mæra ógeðfelldustu birtingarmyndir Alþjóðahyggjunnar / þjóðernishyggja er classísk aftur á móti, og á fullan rétt á sér, til mjög langs tíma litið.

Með - þeim sömu kveðjum, sem seinustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 12:14

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og "rasisti" er Marine Le Pen ekki né hennar kjósendur. En þetta orð er eins og hver önnur óþrif í munni æsingarmanna fullra af níði og illvilja gagnvart verjendum þjóðlegra og kristinna gilda. En föðurlandsást er engin synd.

Jón Valur Jensson, 8.5.2017 kl. 12:15

8 identicon

Tja, þykir mér nú týra.

Ekki minnist ég þess að hér hafi verið párað um þá meintan "stórsigur" Pírata við síðustu Alþingiskosningar. Þeir juku fylgi sitt um 10%, enda þá siguvegara síðustu kosninga.

Væntanlega er það þá niðurstað Þjóðfylkingarinnar ?

Sigfús (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 12:21

9 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Styrmir Gunnarsson, hinn glöggi fv. ritstjóri Morgunblaðsins, ritar:

"Í kosningabaráttunni hafði Macron margvíslega fyrirvara á þróun Evrópusambandsins og taldi augljóslega að það hefði farið fram úr sjálfu sér í sameiningarþróuninni.

Enn erfiðara er að skilja hrifningu jafnaðarmanna vegna þess að Macron er kominn langt með að þurrka flokk jafnaðarmanna út í Frakklandi. Þeir eru komnir í svipaða stöðu og Samfylkingin hér.

Sú skýring gengur ekki upp að hann hafi bara stofnað annan jafnaðarmannaflokk, þ.e. að flokkur hans sé eins konar klofningsbrot úr franska sósíalistaflokknum vegna þess að stefna hans í efnahags- og atvinnumálum er heldur hægri sinnuð, sem kemur ekki á óvart hjá fyrrum  fjárfestingarbankamanni."

Íslenska þjóðfylkingin, 8.5.2017 kl. 12:25

10 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Sigfús, í byrjun júní 2015 voru Píratar með "34,1% fylgi á landinu öllu" og mældust "stærri en stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn, til samans" (http://www.visir.is/g/2015150609864/piratar-staerri-en-stjornarflokkarnir-til-samans). En þetta ruglaða fylgi þeirra hrundi hratt. Í Kosn­inga­spá 2. sept­em­ber 2016 mældust Píratar með 24,9% (https://kjarninn.is/skyring/2016-09-02-vidreisn-med-fylgi-pari-vid-rotgrona-flokka-i-tilvistarkreppu/). En þegar til kastanna kom, í kosningunum 29. október 2016, fengu þeir hins vegar 14,5%. Ekki er það einu sinni helmingurinn af fylgi Marine Le Pen, sem fekk 33,9% í forsetakosningunum í gær.

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 8.5.2017 kl. 13:16

11 identicon

Þannig að bæta við sig ríflega hálfri tylft af þingmönnum er þá ekki stórsigur ? 

Síðast þegar vissi, og vitna þá í orð þeirra stallsystra , Vigdísar Hauks og Arnþrúðar, þá eru það ekki skoðannakannanir sem telja heldur það sem upp úr kjörkössunum kemur. Þannig að þessi rökfærsla þín/ykkar er nú ansi léttmæt, í besta falli.

Man ekki betur en þú sjálfur hafi farið mikinn í "væntanlegu" fylgi þíns nýja flokks, út frá "stórsigrum" í undarlegum skoðanakönnunum á einu af þínum vinnustöðum, Útvarpi Sögu. 

Þá þykir mér þinn flokkur hafa goldið stórkostlegt afhroð ef nota á þín eigin rök, jafnvel sá flokkur sem þú kýst að hatazt út í , Samfó, ætti þá ekki séns í það afhroð.

Sigfús (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 17:40

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki má gleyma því að 1/3 kjósenda Marons (samkvæmt fréttum á Stöð 2 í kvöld), kusu hann til að koma í veg fyrir að Marine Le Pen yrði kjörin og metfjöldi auðra atkvæðaseðla var líka.  Þannig að þegar upp er staðið þá voru atkvæði, sem voru greidd honum beint ekki svo mörg, enda er ekki mjög mikið vitað um þennan mann.

Jóhann Elíasson, 8.5.2017 kl. 20:50

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þessar ábendingar, Jóhann.

Sigfús, "léttmæt", hvað er það? En það er undarlegt af þér að fara að tala hér til samanburðar um Íslensku þjóðfylkinguna, nýjan flokk, hvers framboð lifði það ekki af að fá á sig svikastungur nokkurra lykilpersóna í flokknum sem fóru um, rægjandi formanninn Helga og flokksstjórnina og sprengdu upp framboðið á síðasta örlagadegi og það áður en flokkurinn næði að kynna sig svo að nokkru næmi.

Svo kann ég ekki við, að þú beitir mig þeim rangindum að bera á mig "hatur" -- þú mátt í raun þakka fyrir að hafa fengið þessa athugasemd þína birta (raunar eftir rúmar 3 klst.), því að þú varst ekki að virða þann skilmála innleggja, sem fram kemur í þessum orðum hér á vistri spássíu: "Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa, fá birtingu ef þær halda sig við efni blogggreinar og sleppa grófum persónuárásum eða hæpnum fullyrðingum án nafnbirtingar." Og ég lít ekki á Sigfúsarnafn þitt eitt sér sem viðhlítandi fullt nafn. Það er betra að þú hafir þessar háttvísi-reglur í huga, ef þig fýsir að leggja hér inn fleiri athugasemdir.

Jón Valur Jensson, 8.5.2017 kl. 23:14

14 identicon

Jóhann, hver er þessi Maron...?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 08:50

15 identicon

Er Macron með meirihluta frakka á bak við sig? Svarið er nei. 25% mættu ekki á kjörstað og 10% skiluð auðu, ergo 68% kusu. Hann fékk 65% af því eða um 44% frönsku þjóðarinnar, ekki meir. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 09:04

16 identicon

Sælir

Mér finnst þetta ömulegt.

I think Ms LePen was right when she commented before the election that "whoever wins then france will be run by a woman , either me or Mrs Merkel".

Merry (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband