Laugardagur, 29.4.2017
Stefnir í að Ísland verði mesta fóstureyðingaland Norðurlanda og þótt víðar væri leitað!
Fjölgun fóstureyðinga í 1021 í fyrra og HRIKALEG áform alþingismanna um langtum róttækari lagaheimildir gefa tilefni til að minna á, að Íslenska þjóðfylkingin, sem er kristinn flokkur, ólíkt flokkunum sjö á Alþingi, samþykkti eftirfarandi ályktun á landsfundi sínum 2.apríl sl.:
"Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýframkomnum hugmyndum um róttækar breytingar á fóstureyðingalöggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum."
Hér var um ánægjulega ákvörðun að ræða í stefnumálum flokksins og full sátt um hana.
En með fjölgun fóstureyðinga um næstum 100 milli ára (úr 926 árið 2015) þá er tíðnin hér komin upp í 13 fóstureyðingar á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri (15-49), en eru 13,3 á hverjar 1000 konur á Norðurlöndunum. Með "líberalíseringu" laganna frá 1975 -- með því að gera þetta formlega að "sjálfsákvörðunarrétti" konunnar einnar og með lengingu fósturvígsheimildanna úr 12/16 vikum upp í fullar 22 vikur -- stefnir þess vegna í, að Ísland verði mesta fóstureyðingaland Norðurlanda og þótt víðar væri leitað!
Gegn þessu mun einn flokkur standa og veita ábyrgðarlausum og gersamlega óupplýstum alþingismönnum fullt aðhald. Sá eini flokkur er Íslenska þjóðfylkingin.
Jón Valur Jensson.
Fjölgun fóstureyðinga ekki óvenjuleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífsverndarmál | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.