Sönn sjálfstæðisstefna rakar að sér fylgi, ólíkt ESB-innlimunarstefnunni

Theresa May og Íhalds­flokk­ur­ hennar stefna á stór­sig­ur í boð­uð­um þing­kosn­ing­um 8. júní. Nú er fylgi þeirra jafn­vel tvö­falt á við Verka­manna­flokk­inn, skv. könn­un YouGov: 48% gegn 24%, hefur risið upp á við eft­ir ákvörðun May um kosningar í sum­ar, en í ann­arri könnun þar á und­an hjá sama fyrir­tæki var fylgi íhalds­manna 44%. Mbl.is segir frá þessu og byggir á Telegraph.

Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar eru þriðji stærsti flokk­ur­inn með 12% og Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn (UKIP) mæl­ist með 7% en var áður 10%.

Vera má, að bilið milli stóru flokkanna verði ekki svona mikið, því að

önnur skoðana­könn­un fyr­ir­tæk­is­ins Com­Res bend­ir til þess að Íhalds­flokk­ur­inn sé með 46% fylgi og Verka­manna­flokk­ur­inn 25%. Stjórn­mála­skýr­end­ur gera ráð fyr­ir að Íhalds­flokk­ur­inn vinni stór­sig­ur í kosn­ing­un­um á sama tíma og Verka­manna­flokk­ur­inn tapi miklu fylgi frá síðustu kosn­ing­um þegar flokk­ur­inn hlaut 30% fylgi. Þá var fylgi Íhalds­flokks­ins 37%. (Mbl.is)

Tvöfalt fylgi Íhaldsflokks á við Verkamannaflokk myndi hins vegar skila þeim fyrrnefnda miklu meira en tvöföldum þingmannafjölda - 200 þingmanna yfir­burðir væru líklegri.

En ljóst er af þessu, að Íhaldsflokkurinn hefur stigið skrefin í rétta átt með því að leggjast heilshugar á sveif með Brexit-stefnunni. Ástandið á Evrópu­samband­inu gefur síst tilefni til hrifningar meðal Breta, og nú er verkefnið einfaldlega að tryggja í sessi nýja stöðu mála, með fullum rétti landsins til allra sinna við­skiptasamninga, án aðkomu ESB-möppudýra, ráða og þinga í Brussel.

Við Íslendingar ættum þjóða helzt að skilja mikilvægi sjálfstæðis og fullveldis­réttinda landsins, sem tryggt hafa okkur 200 mílna landhelgi, réttinn til að ákveða veiðar okkar sjálfir (ólíkt ESB-þjóðum) og gefið okkur dýrmæta og í rauninni glæsta sigra gegn öllu veldi og ofríkis­tilburðum Evrópu­sambandsins í bæði Icesave- og makrílveiði-málunum.

Íslenska þjóðfylkingin er allra flokka einarðastur gegn inngöngu Íslands í ESB.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fengi tæpan helming atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Það er mjög öflugur pistill um brezka og ESB-reiptogið um sjávarútvegsmálin eftir Hjört J. Guðmundsson á á leiðarasíðu Moggans í dag -- alger skyldulesning fyrir ESB-sinna og okkur hina líka! -JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 21.4.2017 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband