Erdogan Tyrklandsforseti fær nánast einræðisvöld, gegn fólki þar í stóru borgunum, en með stuðningi sveitafólks og Tyrkja í Evrópu

73,5% Tyrkja í Aust­ur­ríki, sem greiddu atkvæði um að færa Erdogan þessi miklu völd, sögðu JÁ, 63% í Þýskalandi, rúm­l. 75% í Belg­íu og 71% í Hollandi. Tryggari eru þeir islamista-forsetanum en lýðræðis­hugsjón Evrópu­manna. Það sama er að segja um afstöðu kjósenda á dreifbýlli svæðum Tyrklands, í Mið-Tyrklandi, sunnar og norðar við Svartahaf.

Karlinn rétt mer þetta með rúmu 51% atkvæða, og því getur það hafa ráðið úrslitum, að kosninga­svik hafi verið í tafli, eins og yfirvöld eru nú þegar sökuð um og kröfur uppi um að kæra það. En ekki auðvelda þessi úrslit gengi lýð­ræðis­flokka og fjölmiðla að andmæla hinum yfirlýsta islam­ista Erdogan, en nú þegar hefur hann beitt blöð, útvarps- og sjónvarps­stöðvar miklu harðræði eftir uppreisnar­tilraunina gegn honum í fyrra.

Að vera með mikinn meirihluta meðal hinna 2,9 milljóna Tyrkja í Evrópu á bandi forsetans í þessu máli, styrkir ekki trú fólks hér í álfu á að gott geti hlotizt af því að standa uppi í hárinu á Erdogan varðandi flótta fólks í gegnum Tyrkland til Evrópu. Fyrir að halda slíkum flótta í skefjum fær tyrkneski ríkissjóðurinn mörg hundruð milljarða árlega frá ríkjum eins og Þýzkalandi, Austurríki og Evrópu­sambandinu, en Erdogan hefur þegar ítrekað beitt þeim hótunum, að flóttamannabylgju verði hleypt í gegn, ef stjórn­mála­stétt Evrópu­ríkja situr ekki og stendur eins og honum þókknast.

Menn geta svo leitt getum að því (m.a. með hliðsjón af því, að erfitt er að þjóna tveimur herrum), hvort tugir milljóna annarra múslima í Evrópu hafi til að bera sam­bærilega afstöðu gagnvart lýðrétt­indum og lýðræðis­skipulagi búsetu­ríkja sinna eða vilja fylgja islömskum siðvenjum, m.a. sjaríalögum, en fjöldi sjaría­dómstóla er nú þegar við lýði í Bretlandi, Þýzkalandi o.fl. Evrópu­löndum, með sorglegum afleiðingum. Eitt er víst, að ekki styrkir þetta réttindi kvenna.

Við Íslendingar þekkjum fleiri en eitt dæmi um mikla erfiðleika íslenzkra kvenna, sem gifzt hafa múslimum og annaðhvort misst allt forræði barna sinna* eða verið nálægt því.**

* Sophia Hansen missti þannig af forræði sinna dætra og mestöllum samgangi við þær.

** Sbr. bókina Barist fyrir frelsinu eftir fjölmiðla­mógúlinn Björn Inga Hrafns­son (287 bls., Vaka-Helgafell 2002), en efni bókarinnar er lýst þannig á forsíðunni: "Áhrifamikil saga Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shahin og ævintýralegur flótti þeirra frá Egyptalandi."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Tyrkir á erlendri grundu þá helst í Evrópu komu á Islams væddu einræðisríki undir stjórn Erdoğans, því hlýtur það að lyggja fyrir að Evrópks stjórnvöld sendi Tyrki og Tyrkneskættaða flóttamenn og hælisleitendur til fyrirheitna landsins, annað væri mannvonska.

Nú er ljóst að gamalt Kristið ríki er fallið endanlenga í hendur Islamista og verður það um ókomna tíð.  Vilja Evrópubúar að þeirra ríki bíði sömu „ Örlög „ , ef svo er ekki þarf almenningur að snúa vörn í sókn og koma í veg fyrir að moska verði byggð á Íslandi, það er byrjunin á að innleiða Islamstrú sem ráðandi afl í samfélaginu og missa landið í sama farveg og Tyrkland. Íslenska þjóðfylkingin mun standa gegn þeirri þróun. 

Guðmundur Karl Þorleifsson, 17.4.2017 kl. 15:03

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Tölur þær sem hér að framan greinir benda til þess, að mínu mati, að Tyrkir sem búa í Tyrklandi séu í meirihluta á móti þeim breytingum sem Erdogan leggur til sjálfum sér til framdráttar. Þess vegna má ætla að hann hafi lagt áherslu á fundarhöld meðal Tyrkja í Þýskalandi, Hollandi og víðar til að gefa þeim fyrirheit um eitthvað sem þeir hafa fallið fyrir ljái þeir tillögu hans atkvæði sín.

Tyrkir á heimavelli vita sennilega hvers er að vænta af einræðisherranum og hafi því viljað fella tillögu hans, en þó ekki með nægilegum meirihluta þannig að atkvæði greidd utan Tyrklands fleytti honum áfram.

Nú mun Erdogan vilja sýna hvað í honum býr og láta þá kenna á því sem eru honum ekki vilhallir. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi hans næstu misserin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2017 kl. 16:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka ykkur þessa viðauka hér, félagar.

Hér er dr. Herdís Þorgeirsdóttir að ræða þessa alvarlegu atburði í Tyrklandi með upplýsandi hætti, auk fleiri atriða í þessari frétt á Rúv-vefnum: „Úrkynjað ferli í Tyrklandi“.

Jón Valur Jensson, 18.4.2017 kl. 00:20

4 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Já, bezt að sleppa þessu ekki úr Rúv-fréttinni:

"Kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópuráðsins sögðu í dag að lýðræðishalli hefði verið á framkvæmd kosninganna, þrátt fyrir að tæknileg framkvæmd þeirra hafi verið í lagi. Andstæðingar stjórnarskrárbreytinganna hefðu ekki setið við sama borð og stuðningsmenn Erdogans í kosningabaráttinni og til að mynda fengið mun minni tíma til að kynna sjónarmið sín í fjölmiðlum. Óháð könnun sýnir að stuðningsmenn Erdogans fengu 10 sinnum meiri tíma á 17 sjónvarpsstöðvum til að kynna sjónarmið sín í kosningabaráttunni en andstæðingar hans."

Íslenska þjóðfylkingin, 18.4.2017 kl. 00:25

5 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Í The Times (of London) í morgun er þetta upphaf fyrstu fréttar:

 

 

Is Europe facing a new migrant crisis? It's feared that the newly emboldened Turkish president will use his referendum win to renege [skipta um skoðun // ganga á bak orða sinna] on a deal keeping refugees from going west ...  

Íslenska þjóðfylkingin, 18.4.2017 kl. 16:43

6 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Í The Times (of London) í morgun er þetta upphaf fyrstu fréttar:

Is Europe facing a new migrant crisis? It's feared that the newly emboldened Turkish president will use his referendum win to renege [skipta um skoðun // ganga á bak orða sinna] on a deal keeping refugees from going west ...  

(jvj)

Íslenska þjóðfylkingin, 18.4.2017 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband