Hryllings-ofsóknir islamista gegn kristnum í algleymingi: 37 koptar drepnir við messur í Egyptalandi þennan pálmasunnudag!

Þetta gerðist í tveimur kirkjum. "Ríki islams" lýsti ábyrgð á hendur sér vegna beggja hryðjuverkanna,* þar sem 37 að minnsta kosti eru látnir.**

Níu milljónir talsins eru koptar í Egyptalandi, einn elzti kristni trúflokkur heims, og hafa orðið fyrir sífjölgandi árásum af hálfu heittrúar-múslima á síðustu misserum.***

Er nú svo komið, að ofsóknir gegn kristnu fólki í heim­inum eru orðnar á borð við það sem mest hefur verið áður,**** í hinu heiðna Rómaveldi.

Þetta hefur heimurinn haft upp úr linkind við öfgamúslima. Ef Evrópu- og Amer­íku­menn taka ekki rækilega við sér vegna blóðbaðsins gegn kristnum mönnum í Mið-­Austur­löndum, fer það þó að gerast í sívaxandi mæli þegar spjótin taka að beinast gegn þeim sjálfum og kristni­haldi meðal vest­rænna manna.

Einn þáttur í vitundar­vakn­ingu Evrópu­manna hlýtur að vera því bundinn hvernig ISIS-samtökin hafa hagað sér í Frakklandi, Belgíu, Rússlandi og Svíþjóð síðustu eitt-tvö misserin. Stóraukið fylgi við flokka, sem taka afstöðu gegn hinni óvin­sælu múslima­væðingu landanna, er ein helzta afleiðingin. Nú eru t.d. Svíþjóð­ar­demókratar komnir með næstmest fylgi allra sænskra flokka, og Marine Le Pain verður að minnsta kosti nr. 2 í kapphlaupinu í frönsku forseta­kosningunum á næstunni. Pólitískir andstæðingar Íslensku þjóðfylkingarinnar geta aðeins skamma hríð dulizt þess sannleika, að í sömu átt mun þróunin ganga hér á landi.

* http://news.sky.com/story/deadly-explosion-near-a-church-in-egypt-10831418  

** http://edition.cnn.com/2017/04/09/middleeast/egypt-church-explosion/index.html

*** Sbr. hér: Fremja sannir múslimar og karlmenni fjöldamorð á kristnum konum og börnum?

**** Sjá hér: Um árleg tvöföldun á fjölda kristinna sem láta lífið vegna trúar sinna (úr predikun sr. Maríu Ágústsdóttur í Dóm­kirkjunni) og hér: Ofsóknir á kristnu fólki 2015 jöfnuðust á við þjóðernishreinsanir

Jón Valur Jenssson.


mbl.is 35 farast í mannskæðum árásum á kirkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband