Mánudagur, 3.4.2017
Ályktun um varnar- og öryggismál Íslands
Íslenska þjóðfylkingin ályktar að öryggismál þjóðarinnar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðjuverkaógnin sem vofir yfir Evrópuríkjum um þessar mundir og um ófyrirséða framtíð og er Ísland þar ekki undanskilið. Bregðast þarf við á tvennan hátt. Annars vegar að efla löggæslu með því að fullmanna lögregluna og Landhelgisgæsluna. Hins vegar með stofnun heimavarnarliðs eða öryggissveita.
Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildarríki heitið að leggja meira fram til sameiginlegra varna. Núverandi ríkisstjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikilvæga þjôðaröryggismál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.