Miðvikudagur, 22.3.2017
ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit
Fréttavefur Guardian segir ráðamenn ESB hafa varað easyJet, Ryanair og British Airways við að flugfélögin þurfi að flytja höfuðstöðvar sínar og selja hlutabréf til ríkisborgara ESB svo ekki verði breytingar á flugleiðum þeirra. (Mbl.is)
Þannig er þá brezkum flugfélögum ráðlagt að flytja höfuðstöðvar sínar til ríkja ESB fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, vilji þau halda flugleiðum sínum innan ESB óbreyttum eftir útgönguna, skv. sömu frétt.
Guardian segir stjórnendur stærstu flugfélagana hafa verið minnta á lokuðum fundum með ráðamönnum ESB, að til þess að halda áfram flugleiðum innan ríkja ESB, t.d. á milli Mílanó og Parísar þá verði umfangsmikill hluti starfsemi þeirra að vera innan ESB og að meirihluti hlutabréfa verði sömuleiðis að vera í eigu ríkisborgara ESB. (Mbl.is)
Hér er í raun verið að knýja Breta til að svara í sömu mynt. Í stað þess að vera það rómaða fríverzlunarsamband, sem ESB-menn geipa af, vilja þeir í raun hefja viðskiptastríð við Stóra-Bretland, kannski til að svala hefnigirni, kannski í þeirri von, að þeir geti svínbeygt brezka ljónið.
Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst virkja 50. grein Lissabon sáttmálans og hefja þar með formlega útgöngu Breta úr ESB. Guardian segir þá ákvörðun auka á líkur þess að flugfélögin verði við kröfum ESB og endurskipuleggi starfsemi sína, sem að öllum líkindum hafi efnahagslegar afleiðingar fyrir Bretland, m.a. með fækkun starfa. (Mbl.is)
Ja, hér er álit Guardians á framhaldinu:
Guardian telur að búast megi við að bresk stjórnvöld sína sambærilega óbilgirni og að líklegt sé að þau setji sínar eigin reglur sem muni gera evrópskum flugfélögum erfiðara um vik að stunda starfsemi í Bretlandi.
Friðarspillirinn ESB heldur áfram að vera sjálfgum sér til skammar. Gagnvart Íslendingum hefur þetta bandalag margbrot á okkur lög og rétt, bæði í Icesave-málinu og makrílveiðimálunum. Engin furða, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar með snefil af sjálfsvirðingu hafna "ESB-aðild", en því miður eru þeir allt of fáir, sem sýna þá einurð, þá þjóðhollustu. Einarðasti flokkurinn í ESB-andstöðunni er einmitt Íslenska þjóðfylkingin.
Grein sérfræðings: Independent Iceland teaches a great deal, fær mikinn uppslátt í Sunday Times um síðustu helgi og sýnir svo með óefanlegum hætti, að Ísland hafði allan hag af því að vera utan ESB í bankakreppunni, en Írland allan skaða af því (og hann ekki lítinn) að vera þá í þessu valdfreka ríkjabandalagi. Leiðtogar landsins hlustuðu illu heilli á þau ráð Trichets, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að írsk stjórnvöld yrðu að koma í veg fyrir að bankar færu í þrot, en til þess varði írska ríkið 65 milljörðum evra (rúmlega 7.700 milljörðum króna) af skattfé almennings! Stór hluti þess fjármagns hafi endað í vösum kröfuhafa bankanna, segir í Sunday Times-greininni.
Ekki verður sú grein til þess að draga úr vilja Breta til að varðveita sem bezt sjálfstæði sitt! Sjá nánar hér á Fullveldisvaktinni: Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfallaleiðina!
Jón Valur Jensson.
Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.