Mánudagur, 20.3.2017
Allt við það sama í gervifréttaburði Rúv og þöggunarstarfsemi fréttastofunnar
Fréttastofa Rúv virðist ekki hafa haft trausta heimild fyrir því að Trump hafi neitað að taka í hönd Angelu Merkel.* Samt var hamazt í því máli á Rúv nokkra daga! Hitt þegir Rúv um endalaust, að sænskir þingmenn sósíaldemókrata sýna Svíþjóðardemókrötum ískalt viðmót og hafa frá fyrsta degi þeirra á þingi árið 2010 neitað að heilsa þeim, jafnvel þótt þeir síðarnefndu bjóði fram höndina! Þetta er ekki bara nokkurra andartaka ástand í Ríkisdeginum, eins og í Hvíta húsinu, heldur gengur það þannig áfram ár eftir ár eftir ár!
En kannski eru sósíaldemókratar, sérstaklega sænskir, undanþegnir þeim kurteisisreglum sem Rúv hefur búið sér til þegar horft er í vesturátt úr Efstaleiti.
Fréttastofa Rúv er vel að merkja jafnan valkvæm í ÞÖGGUN sinni ekkert síður en í GERVIFRÉTTUM sínum - tíðindalaust sem sé af þeim vettvangi!
* Sbr. fréttartengil Mbl.is hér neðar.
Jón Valur Jensson.
PS. Íslenska þjóðfylkingin hefur, vel að merkja, engin formleg tengsl við Svíþjóðardemókrata, en saga þeirra er áhugaverð. Flokkurinn var stofnaður árið 1988, en tókst ekki að rjúfa 4% múrinn til að komast inn á þjóðþingið (Riksdagen) fyrr en í kosningunum 2010, eftir 22 ára utanþingslíf flokksins. En árangur hans síðan þá er óumdeilanlegur: Svíþjóðardemókratar hafa nú 49 af hinum 349 þingmönnum á Ríkisdeginum.
Einn mikilvægur áfangi Svíþjóðardemókrata var sá að reka ungliðadeildina úr flokknum árið 2015 vegna ásakana um rasisma og tengsla við öfgahópa.
(Aths. JVJ.)
Neitaði ekki að taka í hönd Merkel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bandaríki Ameríku | Aukaflokkar: Spilling í stjórnmálum, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.