Hvað er þjóðernispopúlismi?

Þjóðernispopúlisma kvað einn "krabba­mein á heim­inum", hafi brotizt út um miðja 20. öld og þurft heims­styrjöld að berja hann niður. Þá er "þjóð­ern­is­popúl­ismi" gerð­ur að sam­heiti við naz­isma og fas­isma, en ekki með réttu.

Heilli öld áður fór þjóð­ernis­popúl­ísk bylgja um heiminn, laus við ofstæki fas­ista og naz­ista og var þvert á móti heilbrigð frelsis­hugsjón þjóða eins og Ítala, sem vildu samein­ast í eitt ríki, sem og Þjóð­verja og jafnvel Íslend­inga sem vildu fá forræði í eigin málum og leggja rækt við sína þjóðlegu menningu, hreinsa og styðja þjóðtunguna til vegs og virðingar og standa vörð um þjóðleg gildi. Þetta var einn angi rómantísku stefnunnar og laus við tengsl við aðferðir ofbeldis­manna. Okkar beztu menn eins og Eggert Ólafsson, Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og spor­göngu­menn þeirra aðhylltust þessa þjóð­legu endur­reisn, sem er EKKI = alþjóða­hyggja vinstri manna eða glóbalismi alþjóða-fyrirtækjarisa sem vilja svæla sem mest undir sig. Og þessi stefna vann sigur 1918 með sjálfstæði Íslands og fleiri ríkja, ekki sízt hinna smærri, studdra af áhrifum Wilsons Bandaríkja­forseta. 

Einhver lítt kunnugur getur kallað Íslensku þjóð­fylk­inguna flokk þjóðernis­popúlisma, en það gæti aldrei verið nema í vægri merkingu orðsins, eins og hér var rakið, aldrei þeirri nazistísku eða fasísku. Hægt er að kalla stefnu sjálf­stæð­is­sinna í Katalóníu og Skotlandi þjóðernis­popúlíska, en það gerir þær hreyf­ingar ekki fasískar né nazistískar. 

Orðið "popúlismi" er ekki sjálfkrafa og alfarið heiti á öfgahópa-stefnu. T.d. var Perónisminn popúlísk hreyfing og ekki nazistísk né auðvalds­bullu­stefna; þvert á móti voru Perón og Evita hans verkalýðs­sinnuð.

Ennfremur þarf popúlismi ekki að fela í sér lýðskrum (demagogiu). Að magna upp fjölda­hrifningu og vinsældir ákveðinna aðila, eins og t.d. til stuðn­ings við landslið okkar eða Eurovision-þátttöku, er hins vegar birtingarmynd popúlisma og þarf ekki að fela í sér neinn djúprættan þjóðernishroka. 

Það sama á við um þá stefnu að standa gegn glóbalisma hægri eða vinstri manna og að vilja varkára stefnu í innflytjenda­málum -- andstætt t.d. alþjóð­legri útþenslu­stefnu islamista og hinni fyrir­hyggju­lausu "No Borders"-stefnu lítils öfga­hóps sem á þó inn­hlaup í jaðar­flokka til vinstri: "Bjarta framtíð" og Pírata. Við Íslendingar erum yfirleitt ánægðir með samsetningu þessa samfélags okkar og andvígir byltingar­kenndum breytingum í því efni, en þó lausir við þjóð­ernis­hroka.

Jón Valur Jensson.

mbl.is Sækja um heimild fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Því líkt endemis bull er þetta, að nokkur skuli láta svona rugl frá sér

Guðmundur Ingólfsson, 14.3.2017 kl. 00:50

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Engin rök eru sýnileg í þessu innleggi þínu, Guðmundur.

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 16.3.2017 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband