Að leggja niður Útlendingastofnun er óráð og trúlega tillaga eindreginna fjölmenningarsinna

Viðtal við Kristínu Völundard. forstjóra bendir til þess fyrst­nefnda, þótt múl­bundin sé að nokkru. Engin brýn þörf er á bylt­ingu hér. Hjal um að "jafna þurfi aðstöðu flótta­manna og hælis­leit­enda" er út í blá­inn, ein­hver mesta ósvinna sem heyrzt hefur.

Hælis­leitendur hingað til lands voru 1132 árið 2016, en 354 árið á undan. Frá Makedóníu komu 467 (sautján­földun frá 2015) og Albaníu 231 (rúm­lega tvö­föld­un frá 2015).

Til samanburðar voru kvótaflóttamenn trúlega innan við 100 árið 2016. Að meðaltali er mikill kostnaður á bak við hvern þeirra, en það er okkur óskylt mál að taka við neinum hælisleitendum frá ofangreindum löndum, þar sem friður ríkir. Fráleitt er að lengja dvöl þeirra eða veita þeim hlutdeild í kjörum, að­bún­aði og réttindum kvóta­flótta­manna. Frasinn "jafna þarf aðstöðu flótta­manna og hælis­leitenda" er dæmi­gerð froða þeirra manna, sem vilja jafna hér allt út og gefa útlend­ingum jafnan rétt á við þann, sem við Íslend­ingar njótum samkvæmt stjórnarskránni, sbr. einkum 76. gr. hennar.

Þá virðast frétta­menn lítt skynugir á það að taka með hæfilegum fyrirvara og með gagnrýni þessari frétt af tillögum frá Alþjóða­stofnun Háskóla Íslands. Er þetta ekki stofnun undir forystu Samfylkingar-varaþingmannsins gamla, Baldurs Þórhalls­sonar, Jean Monnet-prófessors í Evrópusambandsfræðum (verðlaunaðs af ESB) og eindregins ESB-inn­limunar­sinna, þótt sá hinn sami sé iðulega tilkallaður sem "óháður álitsgjafi"?

Af hverju er ekki spurt út í, hverjir unnu þetta álit, sem skyndi­lega er skellt fram? Og rök þess eru greinilega miklu hæpnari en ríkis­fjölmið­illinn gefur í skyn með aðkomu sinni að málinu. Hvers vegna er ekki rætt við gagnfróða menn eins og Björn Bjarnason um málið? Hvers vegna er forstjóri Útlend­inga­stofn­unar nánast settur upp að vegg og látin(n) svara fyrir meinta vanrækslu eða hand­vömm stofn­unar­innar? Hvers vegna eru ráðherrar mennta­mála ekki dregnir til ábyrgðar vegna van­rækslu sinnar við íslenzku­kennslu aðkom­inna útlend­inga (flestra af EES-svæðinu)?

Þannig má lengi spyrja. Málið er í raun enn í skötulíki, fjarri því að vera almenni­lega rætt. Flas er ei til fagnaðar.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband