Smám saman vinnst sigur á al-Qaída og ISIS í Sýrlandi, en ófagnaður yrði að því að fá meðlimina sem flóttamenn inn í Evrópu!

Tengda­son­ur Osama bin Laden, Abu Khayr al-Masri, féll í dróna­árás banda­manna í NV-Sýrlandi í vik­unni. Sam­tök­in hafa staðfest þetta sjálf og hyggja eflaust á hefndir, en saumað er að þeim og ISIS-mönnum í landinu og alls­herjar­uppgjör kannski skammt undan. Þá geta Sýr­lend­ingar loks fagnað sumri á ný og haldið í heimahagana, ef þessi samtök bæði verða upprætt.

Hættan er ekki sízt sú, að þrautþjálfaðir baráttumenn þessara samtaka sleppi inn í Evrópu sem "flóttamenn" og haldi áfram sínum ódæðisverkum. Einna verst hafa þeir leikið kristna menn og jasída, en "góða fólkið" á Íslandi hefur EKKI viljað taka við sér, þeim til bjargar. Sjáum til, hvort meðferðin á marg-nauðg­aðri jasídastúlkunni Ekhlas Kidir, sem haldið var í kynlífsþrælkun í 152 daga, hrærir við hjarta þeirra, en hún kom fram í Sjónvarpi fyrir nokkrum dögum. Þarna sjá menn skelfilegt kúgunar- og fjöldamorðsvald þessara úrþvætta í "Ríki islams". Ofsatrú þeirra og mannfyrirlitning er þar versti fylginauturinn.

Mjög er skiljanlegt, að Trump hafi vilja stöðva fólksflutninga úr sjö löndum til Bandaríkjanna í þrjá mánuði. Minna en tveir væru eftir nú, ef hann hefði ekki neyðzt til að draga þá tilskipun sína til baka, en setja mun hann aðra, með breyttum ákvæðum, til að sigla fram hjá lagaþjarki í dómstólum, sem tekið gæti ár fremur en mánuði.

Andvaralitlir og værukærir eru ýmsir stjórnmálamenn í Evrópu, þar á meðal á Norðurlöndunum. En menn skyldu ekki gera lítiðúr því, að ríkisstjórn Svíþjóðar tekur í dag ákvörðun um að innleiða herskyldu á nýjan leik. Hún var aflögð 2010, en full ástæða sögð til endur­upptöku hennar nú. Jafnvel þótt sú ástæða sé gefin upp að þetta sé "gert af öryggisástæðum í ljósi þróunar alþjóðamála og vegna árásarhneigðar og ógnar frá Rússlandi," að yfirtaka Rússa á Krím­skaga og rússnesk árásarhneigð í Úkraínu" komi þarna við sögu, sem og, að "her­æf­ingar færist í aukana í nágrenni Svíþjóðar og njósnir færist í vöxt," þá er ekki laust við, að þarna gæti líka ótta við óróleika úr heimi múslima, því að varnar­málaráðherrann Peter Hultqvist í flokki sósíal­demókrata bendir einnig á að óróleiki ríki í Mið-Austur­löndum og ð gengið hafi verið of langt í að draga úr stríðs- og varnar­mætti Svíþjóðar. Og niðurstaða ráðherrans er einföld: "Ef við ætlum að hafa fullskipaðan herafla þjálfaðan til stríðs þá verðum við að bæta herskyldu við kerfið."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Drápu tengdason Osama bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband