Er þagnar- og þöggunar-múrinn sænsk-íslenski loksins að rofna?

Mest lesið á Pressunni í dag: Skrif sænsks lögreglumanns vekja mikla athygli: Segir að allur vinnutími hans fari í að rannsaka afbrot innflytjenda.

Þar kemur fram, að "Peter Springare, lögreglu­manni í Örebro í Svíþjóð, er alveg sama þótt skrif hans þyki ekki samræmast pólitískri rétthugsun. Á föstu­daginn birti hann færslu á Facebook­síðu sinni og hefur færslan vakið mikla athygli og umræður í Svíþjóð. Hún varð þess einnig valdandi að yfir­maður Peters kærði hann. Í færslunni lýsir Peter síðustu viku í vinnunni og lýsir yfir áhyggjum af afbrotum sem innflytjendur fremja." (Pressan.is)

„Ég er svo þreyttur á þessu. Það sem ég skrifa hér fyrir neðan samræmist ekki pólitískri rétthugsun. En mér er alveg sama. Það sem ég ætla að kynna fyrir ykkur skattborgurunum er eitthvað sem við opinberir starfsmenn megum ekki segja.“

En Peter heitir því að „segja ykkur, sem eruð með mig í vinnu sem rannsókn­ar­lögreglumann, hvað ég er að fást við í vinnunni,“

Og áfram heldur hann: „Eftirlaunaþegar landsins eru komnir að fótum fram, skólarnir eru í rúst, heil­brigðiskerfið er helvíti, lögreglan hefur beðið skipbrot og svo framvegis. Við vitum öll af hverju en enginn þorir eða vill tala um það,“ og hann rekur svo verkefni vikunnar hjá sér:

„Hér kemur það: Í þessari viku hef ég fengist við nauðgun, nauðgun, rán, líkams­árás, líkams­árás og nauðgun, fjárkúgun, þvingun, árás, ofbeldi gegn lögreglunni, hótanir gegn lögreglunni, fíkni­efna­brot, fíkni­efna­brot, morð­tilraun, nauðgun, fjárkúgun og illa meðferð.“

Og svo telur hann upp nöfn þeirra grunuðu:

„Ali Mohammed, Mahmod, Mohammed, Mohammed Ali, aftur, aftur, aftur Christopher . . . . það er satt. Loksins sænskt nafn í útjaðri fíkniefnabrots, Mohammed Mahmod Ali, aftur og aftur. Ríkin sem tengjast afbrotum þessarar viku: Írak, Írak, Tyrkland, Sýrland, Afganistan, Sómalía, Sómalía, Sýrland aftur, Sómalía, óþekkt, óþekkt ríki, Svíþjóð. Við vitum ekki með helming hinna grunuðu því þeir eru ekki með nein gild skilríki. Sem þýðir venjulega í sjálfu sér að þeir eru að ljúga um þjóðerni sitt og hverjir þeir eru. Við erum bara að tala um Örebro hér. Þessi afbrot fylla dagskrá lögreglunnar alveg að fullu. Svona er þetta hérna og hefur verið undanfarin 10-15 ár.“

Hann nefnir, að

„eftirlauna­þegar landsins eru komnir að fótum fram, skólarnir eru í rúst, heilbrigðiskerfið er helvíti, lögreglan hefur beðið skipbrot og svo framvegis. Við vitum öll af hverju en enginn þorir eða vill tala um það.“

Þessi Facebókar-færsla hans vekur mikla athygli. Um 70.000 manns hafa skráð sig í hóp til stuðnings Peter Springare "sem virðist kannski á tákn­rænan hátt hafa verið kornið sem fyllti mælinn" (Kristján Kristjáns­son í Pressu­greininni). En hér skiptir í tvö horn: "sænskir fjölmiðlar þegja að mestu þunnu hljóði um mál­ið, það er að segja hinir rótgrónu sænsku fjölmiðlar," en samfélags­miðlarnir eru fullir af viðbrögðum við skrifum Peters.

Því hefur verið velt upp hvort Peter geti leyft sér að skrifa svona þar sem hann er lögreglu­maður. [...] Í framhaldi af skrifum hans kærði Bo Anders­son, lögreglu­stjóri í Örebro, hann fyrir skrifin. Í samtali við Expressen sagði Bo að málið verði rannsakað og komist til botns í hvort opinber starfs­maður megi tjá sig á þennan hátt. (Sama frétt enn.)

Þöggunarviðleitnin augljóslega! Það er spurning hvort okkar eigin blöð eigi eftir að segja frá málinu eða þagga það niður, í takt við stefnu ljósfælinna sænskra yfirvalda.

Og hér er rúsínan í pylsuendanum:

Í gær voru lögreglumenn á lögreglustöðinni í Örebro við það að drukkna í blómum sem almennir borgarar komu með til að sýna stuðning sinn við Peter.

Blómin fóru illa í yfirstjórn lögreglunnar sem bannaði allar myndbirtingar af blómahafinu og bar því við að um öryggismál væri að ræða. Ekstra Bladet segir að síðdegis í gær hafi verið búið að afhenda rúmlega 60 blómvendi á lögreglustöðinni og þeir hafi enn verið að streyma inn ...

Svo var að berast fregn um, að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa nú "samþykkt að fram­lengja tíma­bundið landa­mæra­eft­ir­lit inn­an Schengen-svæðis­ins um þrjá mánuði en upp­haf­lega var gripið til eft­ir­lits­ins í nóv­em­ber 2015 til þess að bregðast við mikl­um straumi flótta­manna og hæl­is­leit­enda til sam­bands­ins." (Mbl.is)

Þetta þýðir að áfram verður eft­ir­lit á landa­mær­um Aust­ur­rík­is að Ung­verjalandi, Slóven­íu og Þýskalandi sem og nokkr­um stöðum á milli Norður­land­anna.

"Heim­ilt er sam­kvæmt Schengen-sátt­mál­an­um, sem Ísland á meðal ann­ars aðild að, að taka upp landa­mæra­eft­ir­lit inn­an svæðis­ins við sér­stak­ar aðstæður" ... en ekki endalaust, eða til að treysta á, því að einungis er "hægt að fram­lengja eft­ir­litið að há­marki í tvö ár. Hægt verður fyr­ir vikið að fram­lengja landa­mæra­eft­ir­litið að há­marki fram í nóv­em­ber á þessu ári." (Mbl.is, leturbr. hér).

Og hvað tekur svo við?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Áfram eftirlit innan Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt sem maður má ekki heyra um er tortyggilegt:

https://www.rt.com/news/376651-europeans-oppose-refugees-research/

Ef það má ekki tala um það...

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2017 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband