Fimmtudagur, 2.2.2017
Tveir með tengsl við hryðjuverkasamtök óskuðu hér eftir alþjóðlegri vernd. Ísland gegnumstreymisland. Hryðjuverkahætta á Íslandi enn "metin í meðallagi"
skv. greiningardeild ríkislögreglustjóra, þ.e.a.s.: almennt er talið að ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heimsmálum.
Á árunum 2015 og 2016 voru rúmlega 20 hryðjuverk framin í Evrópu en að á sama tíma er ljóst að lögreglu hafi tekist að koma í veg fyrir tugi fyrirhugaðra árása, segir í skýrslunni.
Greiningardeildin hefur upplýsingar um að á sama tíma hafi komið hingað til lands einstaklingar með tengsl við hryðjuverkasamtök og óskað eftir alþjóðlegri vernd.
Í samtali við RÚV staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra að um tvo einstaklinga sé að ræða sem hafi komið til landsins á árunum 2015 og 2016. Ásgeir sagði að mennirnir væru farnir úr landi en vildi ekki veita upplýsingar um hvenær eða hvernig það hefði verið. (Mbl.is)
Á Norðurlöndum er sagt í skýrslunni að hryðjuverkaógnin sé einkum talin stafa af herskáum íslamistum og að yfirvöld þar hafi vaxandi áhyggjur af ríkisborgurum sem snúa heim eftir að hafa tekið þátt í bardögum og ógnarverkum í Mið-Austurlöndum í nafni hryðjuverkasamtaka. Mest er hættan metin í Danmörku, á 4. þrepi á fimm stiga kvarða; þar telst hryðjuverkaógnin áfram vera alvarleg, en í Svíþjóð er hún á þriðja þrepi (sjá nánar viðtengda Mbl.is-frétt um önnur Norðurlönd, en ástandið versnar fremur en hitt).
Hér eru jákvæðir hlutir, er snúa að okkur:
Greiningardeild telur að ógnarmyndin sé nokkuð frábrugðin á Íslandi þar sem að ekki sé vitað til þess að Íslendingar hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þá er samsetning hópsins sem sækir um vernd á Íslandi önnur en á hinum Norðurlöndunum.
Þar er flóttafólk frá Mið-Austurlöndum stærsti hópurinn. Á Íslandi eru flestir þeirra sem leita alþjóðlegrar verndar frá löndum þar sem friður ríkir. Í skýrslunni segir þó að hælisleitendum frá átaka- og spennusvæðum hafi fjölgað verulega á Íslandi árið 2016 og að líklegt sé að sú þróun haldi áfram. (Mbl.is, leturbr. jvj; meðal þessara landa eru Írak og Afganistan, aths. jvj).
Gleymum ekki þessu og sérstaklega því sem fylgir þar síðast (feitletr. JVJ):
Á Íslandi og í öðrum vestrænum ríkjum stafar einnig ógn af getu hryðjuverkasamtaka til að koma á framfæri áróðursboðskap á internetinu og samfélagsmiðlum í því skyni að hvetja til hryðjuverka.
Þá er sá möguleiki fyrir hendi að á Íslandi fari fram skipulagning hryðjuverka sem ráðgert er að fremja í öðru ríki, segir í skýrslunni, en greiningardeild hefur einnig upplýsingar um að Ísland hafi verið notað sem gegnumstreymisland manna frá Norður-Ameríku á leið til og frá þátttöku í bardögum í Mið-Austurlöndum í nafni Ríkis íslam."
- Í fyrsta lagi hafa á síðustu tveimur árum verið framin stórfelld hryðjuverk í Evrópu sem kostað hafa hundruð manna lífið auk þess sem fjöldi óbreyttra borgara hefur særst og örkumlast.
- Í öðru lagi hefur staðan á átakasvæðum í Mið-Austurlöndum breyst. [ ] Þetta hefur í för með sér að dregið hefur stórlega úr þeim fjölda manna sem ferðast til Mið-Austurlanda í því skyni að berjast í nafni ISIS. [ ] Tiltækar heimildir benda til að umsnúningur hafi orðið á streymi erlendra vígamanna til Mið-Austurlanda og nú leggi einhverjir þeirra kapp á að komast frá átakasvæðunum og aftur til fyrri heimkynna í Evrópu [ ] með tilheyrandi öryggisógn gagnvart ríkjum Evrópu. (Leturbr.jvj)
- Loks hafa átökin í Sýrlandi/Írak kallað fram fordæmalausan flóttamannastraum til Evrópu. Vestrænar löggæslustofnanir telja almennt að áhætta kunni að vera fólgin í þeim fólksflutningum. Bent er á þann möguleika að íslömsk hryðjuverkasamtök nýti sér veikleika á landamærum [ ]. (Leturbr.jvj)
JVJ tíndi saman úr fréttinni.
Tveir með tengsl við hryðjuverkasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál, Innflytjendamál | Breytt 8.2.2017 kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Mjög gott að vita að maður og fjölskyldan mín öll yndislega, séum öll í meðallagi í hættu. Aldrei upplifað það fyrr!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.2.2017 kl. 02:03
Og er ekki stjórnmálaflokkur hér sem hefur tengsl við Le Pen í frakklandi og Trump í Ameríku sem hryðjuverkamaðurinn í Kanada vitnaði í. Eru þetta ekki hátt í 200 manns hér.
Jósef Smári Ásmundsson, 2.2.2017 kl. 06:33
Þessi stjórnmálaflokkur, sem Jósef nefnir og nefnir þó ekki, er að minnsta kosti EKKI Íslenska þjóðfylkingin, það veit ég fyrir víst, enda er ég í flokkstjórn hans.
Þessi innlegg Halldórs Egils og Jósefs eiga það sammerkt að fjalla af ábyrgðarleysi um þetta mjög svo alvarlega mál:
Tveir hælisleitendur hér á landi hafa reynzt vera með tengsl við hryðjuverkasamtök og landið auk þess notað fyrir gegnumstreymi ISIS-manna frá N-Ameríku á leið til og frá þátttöku í bardögum í Mið-Austurlöndum.
Eigum við að halda áfram að bjóða því heim að hælisleitendur komi hingað í þúsundavís og að hryðjuverkamenn geti leynzt meðal þeirra sem fá hér 6 til 12 mánaða frítt uppihald og húsnæði á kostnað skattborgara?
Nú EYKST jafnvel hættan við það, að erlendir fjölmiðlar, sem slá upp hinu sorglega Birnu-máli, geta einmitt með frásögnum sínum beint illræðisöflum að þessu landi sem nánast óvörðu, sem veikasta hlekknum í vörnum Vesturlanda:
"Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð," eins og kynningarfulltrúi lögreglunnar segir í Fréttablaðinu í dag (bls.2).
Mál er að linni þessu andvaraleysi og ofurtökum kreddufastra vinstri manna á fjölmiðlum sem þeir misnota til að veikja varnir okkar og beita sér gegn fullrétti okkar til að stöðva hingað hælisleitenda-strauminn tafarlaust.
Jón Valur Jensson, 2.2.2017 kl. 11:37
Utlendingastofnun hefur að mínu mati staðið sig vel í því að útiloka óæskilegt fólk frá landinu Jón Valur. Og að sjálfsögðu höfum við öll áhyggjur af því að hryðjuverkaógnin nái hingað. En ég held að þú og þínir félagar í þjóðfylkingunni hafi engar áhyggjur af þessu. Eini tilgangur þessarar bloggfærslu er að hatast við fólk sem kemur hingað og hefur alist upp við aðra trú en þið viðurkennið. Það er að sjálfsögðu ábyrgðarlaust að ala á hatri enda er það uppspretta hryðjuverka. En ég hef fundið á fólki sem ég umgengst að samkennd með múslimum og hælisleitendum hefur aukist mikið undanfarnar tvær vikur, þökk sé Donald Trump.
Jósef Smári Ásmundsson, 2.2.2017 kl. 18:02
Það er á þína ábyrgð, Jósef, að halda því hér freklega fram, að við í Íslensku þjóðfylkingunni ölum á "hatri" -- hatri sem sé uppspretta hryðjuverka!!! Þvílíkur lygari sem þú gerist hér!
Þú fullyrðir jafnvel í þinni óskammfeilni: "Eini tilgangur þessarar bloggfærslu er að hatast við fólk sem kemur hingað og hefur alist upp við aðra trú en þið viðurkennið."
Ég sendi þessi orð þín rakleiðis til föðurhúsanna. Þú hefur ekkert leyfi til að bera þessa fals-ásökun þína upp á saklaust fólk. Eins og ítrekað hefur komið fram á þessari vefsíðu,* þá fordæmir Íslenska þjóðfylkingin allt kynþátta- og útlendingahatur.
Viljirðu eiga við okkur orð á þessari síðu, Jósef, skaltu framvegis halda þig við sannleikann og ljúga ekki upp á náungann, eins og þú gerðir hér gagnvart undirritum og félögum mínum.
* T.d. hér: http://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2181778/
Jón Valur Jensson, 2.2.2017 kl. 19:45
... undirrituðum ...
Jón Valur Jensson, 2.2.2017 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.