Hræsnin er algjör

Birgir Loftsson deildi myndbandi frá NumbersUSA.

Hér er Bill Clinton að bölsótast út í ólöglega innflytjendur. Ekki er þetta gervi­frétt (fake news). Obama lokaði sjálfur á hættulega innflytjendur árið 2011 í hálft ár.

Frakkar, með Hollande Frakklands­forseta í broddi fylkingar, hóta sjálfir Evrópusambandinu, að ef það gerir ekki svo vel að passa ytri landamæri bandalagsins betur, þá muni hann/þeir senda herinn til að verja landamæri landsins.

Merkel varð sjálf að loka landamærahliði Þýskalands enda var innflutningurinn á hælis­leitendum orðinn gjörsamlega stjórnlaus og ógnaði innra öryggi ríkisins...

Evrópusambandið segist í dag taka á móti flóttafólki opnum örmum en í reyk­fylltum herbergjum semja þeir við Tyrki með mútum (milljarða framlögum) um að þeir loki landa­mærunum og það er öll mannúðin hjá þeim.

Guðni forseti kyssti sýrlensk börn í dag en sagði um leið að Íslendingar gætu ekki borið ábyrgð á né tekið við öllum flóttamönnum í heiminum (gáfuleg ályktun).

Mexíkóar, sem grenja yfir að geta ekki yfirfyllt Bandaríkin af eiturlyfum og glæpagengjum, hafa sjálfir skellt bakdyrum sínum í lás við landamæri Guatemala með girðingum sem Trump gæti verið stoltur af og beita Suður-Ameríkubúa, sem reyna að fara þar í gegnum, grófum mannréttindabrotum. Það er greinilegt að það er ekki sama hver gerir hlutina.

Stjórnmálaelítan í Evrópu er að fara á límingum vegna þess að þarna sér hún í fyrsta skipti stjórnmálamann sem framkvæmir kosningaloforð sem hún gerir ekki né starfar í þágu kjósenda. Hún segir að hann sé óútreiknanlegur en það er hann ekki. Hann stendur við hvert einasta kosningaloforð sem hann hefur sagst ætla að efna.

Þetta er því einfalt, Mexíkó borgar fyrir múrinn með sköttum, BNA gerir tvíhliða samninga við ríki heims í stað fjölþjóðasamninga og er hagstæðara fyrir alla aðila enda Dow Jones-vísitalan á rífandi uppleið og atvinnulífið býst við efnahagsuppsveiflu. BNA eiga marga bandamenn, eins og Ástrala og fleiri sem fjölmiðlar passa sig á að minnast ekki á; stuðningsyfirlýsingar margra þjóða við stefnu Trumps. Kastið steininum, þér sem eruð syndlaus... allir að passa upp á eigin hagsmuni.

  
 
Skoðað 86.202.251 sinnum
NumbersUSA

mbl.is Hlýðið eða látið ykkur hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikið af fólki sem komemtar á fjölmiðlum hafa ekki gert miklar rannsóknir um hvernig þessum innflytjendabönnum til USA hefur verið notað af öðrum forsetum, en samt skrifa þau eins og þau viti allt betur en Trump og leyniþjónusta USA.

Já, ég er farinn halda að flestir sem eru að myndast við að vera sérfræðingar um vegbrefsaritanir og innfluttning á flóttamönnum til USA séu með Trumpfóbíu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 05:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þetta var frábær samantekt hjá Birgi. Fengur væri að því að fá fleiri greinar frá þeim færa manni.

Lítið svo á þessa frétt á Eyjunni:

Bandaríkjamenn styðja stefnu forsetans – Meirihluti vill sérstaka skrá yfir innflytjendur frá múslimalöndum.

Jón Valur Jensson, 31.1.2017 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband