Mánudagur, 30.1.2017
Mál var að linnti aðförinni að Pétri Gunnlaugssyni
Fagna ber úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá dómi málshöfðun gegn Pétri Gunnlaugssyni, hdl. og útvarpsmanni á Útvarpi Sögu, fyrir [meinta] hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Óska má Pétri til hamingju með niðurstöðuna, einnig Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., verjanda hans.
Fráleitur var allur þessi málatilbúnaður af hálfu ákæruvaldsins og þeirra sem að baki þessu stóðu, en það voru annars vegar "lögreglufulltrúi hatursglæpa", Eyrún Eyþórsdóttir, fv. varaþingmaður Vinstri grænna, og stjórn Samtakanna 78 og lögfræðingur þeirra, hin lítt reynda Björg Valgeirsdóttir.
Vel mælt og víslega hugsuð orð á Ragnhildur Kolka um þetta mál í dag á skorinorðri vefsíðu Páls Vilhjálmssonar:
Nákvæmlega. Lögreglan hefur verið fjársvelt, eins og líka Landhelgisgæzlan (sbr. einnig hér), í mörg undanfarin ár, svo að til skammar og stórskaða hefur verið. Mál er að linni, að eytt sé stórfé úr ríkissjóði í pólitísk gæluverkefni, sem virðast ekki hafa annan tilgang en að hefta eðlilegt tjáningarfrelsi.
Jón Valur Jensson.
Máli Péturs á Útvarpi Sögu vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Spilling í stjórnmálum, Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
"Það á að leggja niður þessa stöðu haturssnuðrara innan lögreglunnar. Nóg er af málum sem nýtt gætu meiri mannafla.
Enda er staðan pólitísk og ætlað að fylgjast með afar umdeildu pólitísku álitaefni. Orðið á að vera frjálst og aðeins á að hefta það ef um hvatningu til ofbeldis er að ræða."