Það virðist almennt álit, að þöggun ríki um afbrot hælisleitenda

Í viðtengdri frétt sést að Her­kast­al­inn er nú lagður undir 90 hælis­leit­endur, verða þar "næstu misserin"!

En spurt var á vef Útvarps Sögu 13.-16. jan.: "Telur þú þöggun ríkja um afbrot hælis­leit­enda?" JÁ sögðu 91,92%, NEI sögðu aðeins 6,34%, en hlut­lausir voru 1,74%. Þetta er svo afger­andi munur, að ljóst er, að viðleitni hins volduga RÚV til að þagga niður áreitnimál albönsku karlmann­anna við krakka undir lögaldri í Reykjanesbæ hefur gersamlega mistekizt.

Íslenska þjóðfylkingin vill, að mál hælis­leitenda verði leyst með brottvísun þeirra innan 48 klukkustunda. Okkur ber ekki skylda til að taka við sjálfvöldu fólki í leit hér að efnahags­legum fríðindum. En þveröfugt miðað við álit almennings hafast yfirvöld hér að, bæði ríkis og borgar!

Tekið skal fram, að með upphafs­setningu þessa pistils er ekki á neinn hátt verið að tengja íbúana í fyrrverandi aðsetri Hjálp­ræðis­hersins, Herkastalanum, við siðsemisbrot þau sem framin hafa verið í Reykjanesbæ. En fréttnæmt er það sannarlega, að enn eitt gisti­húsnæðið hefur verið lagt undir hælis­leitendur í stað þess að grisja sem hraðast í fjölda þeirra hér á landi. Ekki er vanþörf á því fé, sem þar sparast, í heilbrigðis- og félagslega kerfinu fyrir landsmenn sjálfa.

Sjá um þetta fleiri greinar um innflytjendamál hér á vefsetrinu. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is 90 manns í Herkastalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband