Fimmtudagur, 5.1.2017
Svíþjóðardemókrötum er sannarlega treyst fyrir mikilvægum málaflokkum
MJÖG athyglisverð frétt: Sænskir kjósendur telja, að
"Svíþjóðardemókratar séu best fallnir til þess að sinna varnarmálum landsins og málefnum innflytjenda og flóttafólks. Þar eru 44% kjósenda, tvöfalt fleiri en í síðustu þingkosningum, á því, að þar sé Svíþjóðardemókrötum best treystandi. Jafnframt treysta kjósendur þeim best til þess að sinna málefnum aldraðra ... (Mbl.is)
Flokkurinn hefur haft um 20% fylgi drjúgan tíma. Nánar HÉR á Mbl. og einnig á vef Aftonbladet.
Er ekki kominn tími til að ýmsir hér á landi hætti sínum heimóttaskap og viðurkenni eðlileik þess, að ekki er öllum stjórnmálaflokkum skylt að vera hrifnari af fjölmenningarhyggju en þjóðlegum áherzlum?
Dæmin frá Skandinavíu ættu að geta fengið ýmsa til að hafna "Open Border"-stefnunni, sem þó fær mikinn uppslátt á "almannaútvarpinu" RÚV, öðrum samtökum fremur, og raunar er helzt minnzt þar á Íslensku þjóðfylkinguna á mjög neikvæðan hátt.
JVJ.
Treysta Svíþjóðardemókrötum best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Valur.
Þessi flokksnefna sem þú þykist vera í einhverju forsvari fyrir, lék íslenska kjósendur grátt fyrir síðustu kosningar og átti stóran þátt í að þúsundir atkvæða fóru forgörðum, annað hvort ómeðvitað eða meðvitað.
Íslenska þjóðfylkingin sýndi með ótrúverðugri framgöngu sinni sitt rétta andlit og ætti auðvitað að sjá sóma sinn í að ganga til liðs við Flokk fólksins, sem virðist þó vera hreinn og beinn í stefnu sinni.
Sama máli gegnir um flokks brotið "Dögun" sem kjósendur hafa hafnað tvisvar og það líklega fyrir loðna afstöðu þeirra til ESB, sem u.þ.b. 80% þjóðarinnar eru sannarlega andsnúinn.
Jónatan Karlsson, 5.1.2017 kl. 04:17
Þakka þér innlitið, Jónatan, og ekki ber að vanmeta, að þú sért andvígur innlimun Íslands í Evrópusambandið, sem og, að Flokkur fólksins er á sama máli.
En að ósekju kennirðu Íslensku þjóðfylkingunni sem slíkri um það, sem flokksbrot vegvilltra og ófélagslegra manna og kvenna bar fulla sök á: að eyðileggja fyrir framboði flokksins í þremur stærstu kjördæmum landsins og þar með draga úr árangri hans í öðrum kjördæmum líka.
En það kemur aftur að kosningum, og eins og aðrir, nokkuð skyldir flokkar á Norðurlöndunum, mun þessi flokkur vaxa að áhrifum og fylgi í komandi tíð, vertu viss!
Að endingu: þú efast um, að ég sé í forsvari fyrir flokkinn, en ég er það þó eins og aðrir í 16-17 manna flokksstjórninni og hafði þar boðizt til að sjá um það með öðrum að stofna til þessarar vefsíðu. Og það er einmitt í gangi verkefni um að sem flestir þar og meðal stuðningsmanna flokksins skrifi hér greinar og pistla. En í stað þess einstaklings, sem hér var í vefstjórn með mér, en sú ólukka henti, að lét dragast til þess að gerast uppreisnarmaður gegn framboði flokksins og var rekinn úr honum, þá kemur annar flokksstjórnarmaður.
JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 5.1.2017 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.