Mánudagur, 2.1.2017
Hefjast mun barátta á móti og með Evrópusambands-umsókn
þ.e.a.s. ef af stjórnarmyndun verður hjá Sjálfstæðisflokki, "Viðreisn" og "Bjartri framtíð" sem hafa 1 þingmanns meirihluta.
Íslenska þjóðfylkingin er eindregið andvíg inngöngu í stórveldið!
Ætla má, að með orðalaginu, sem þarna er viðhaft ("að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður við ESB á ný") telji Bjarni Benediktsson sig standa við fyrri stjórnarstefnu sína, þ.e. að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og hans ákvað að draga ESB-umsóknina formlega til baka með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins; nú sé þannig ekki verið að fella þessa ákvörðun í mót Samfylkingarmanna, sem vildu einfaldlega "halda áfram viðræðunum", heldur að gefa þjóðinni færi á því að taka ákvörðun um nýjar viðræður, sem gerist þá með nýrri aðildarumsókn.
Við höfum ekkert að gera með að ganga inn í Evrópusambandið, sem sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson hefur lýst sem svo, að sé eins og að ganga inn í brennandi hús. Síðan hann mælti þau orð, hefur atvinnuleysið haldið þar áfram á fullu og evran sigið og andstaðan aukizt við sambandið og ekki aðeins í Bretlandi, þar sem meirihluti þjóðarinnar ákvað að segja landið úr Evrópusambandinu. En Bretar eru okkar helzta viðskiptaþjóð og því enn síður ástæða til þess nú en fyrir fáum árum að ganga inn í þetta hálf-dauðvona, en valdfreka samband.
Valdfrekjan birtist í kröfum þar innan borðs um auknar valdheimildir á sviði bæði efnahagsmála og varnarmála, en stefnt er þar nú að stofnun ESB-hers. Yrði meðlimaþjóðunum, jafnvel þeim sem engan her hafa, ekki hlíft við framlagi til þess hers.
Höldum uppi merki sjálfstæðs og fullvalda Íslands.
Jón Valur Jensson.
Þjóðaratkvæði um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:52 | Facebook
Athugasemdir
"Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmála"
Bestu fréttir sem maður hefur séð lengi....ÁFRAM ESB
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 08:41
Bestu fréttir í langan tíma. Til hamingju ísland og áfram ESB.
Snorri (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 10:38
Frábært ef við fáum að hafna þessu í eitt skipti fyrir öll.
Aðeins einn svarmöguleiki er löglegur: Nei.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 12:43
Tek undir orð þín, Guðmundur. Og gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir góð samskipti á þeim liðnu, m.a. baráttuna í Icesave-málinu.
Vonandi geta Íslendingar fagnað hverjum áramótum næstu áratugi og aldir í frjálsu landi.
En Snorri hér ofar er beðinn að upplýsa um sitt fulla nafn.
Jón Valur Jensson, 2.1.2017 kl. 12:52
Gleðilegt ár sömuleiðis Jón Valur. Áfram Ísland!
Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.