Losum okkur undan áþján bankaauðvaldsins

Ágætt er að heyra hvatningar til þjóðarinnar og minnt á góðan árangur í mörgu. En hvað er að hjá forsætisráðherra sem segir okkur þurfa lægri vexti, en gerir ekkert í málinu?

Það er vaxtaokurs-stefna Seðlabankans og bankanna, sem einna mest háir fjárhagslegri velferð heimilanna í landinu.

Dæmi má taka af 9,2 millj. kr. Íbúðalánasjóðs-láni, sem tekið var 2010. Það stendur nú í 8.584.000 kr. fyrir 67. afborgun. Að breyttri vísitölu neyzluverðs úr 365,3 stigum í júlí 2010 í 438,4 stig nú í árslok væru þessar 9,2 milljónir orðnar jafnvirði 11.044.031 kr., en eftir 67 afborganir eru eftirstöðvarnar með verð­bót­um orðnar 10.301.807 kr., sem sé um 700.000 kr. lægri en uppreiknaða verðið. Samt hefur verið borgað um 60.000 kr. af láninu mánaðarlega í 67 greiðslum!

Í hvað fara greiðslurnar þá, verðtrygginguna? NEI, heldur vaxtagreiðslurnar. 5% vextir eru af láninu. Af 60.813 kjr. afborgun 1.1. 2017 eru heilar 35.828 kr. VEXTIR, afborgun af nafnverði er 14.782, en afborgun verðbóta aðeins 2.958 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.170 kr.

Með því að lækka þessa vexti niður í 2% myndi mánaðarleg afborgun lækka gríðarlega, vextirnir niður í 14.331 kr. og verðbætur vegna vaxta niður í 2.868 kr., samtals 25.800 króna lækkkun frá mánaðarlegu afborguninni!

Ætlar forsætisráðherra að gera eitthvað í málinu?

"Íslenska þjóðfylkingin vill almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána og afnema verðtryggingu" (úr stefnuskrá), en meðan verðtryggingin helzt við, viljum við, að sett verði 2% þak á verðtryggðar vaxtagreiðslur íbúðalána og að okur­vextirnir af óverðtryggðum íbúðalánum verði einnig færðir niður.

Íslenska þjóðfylkingin þakkar stuðningsfólki sínu árið sem er að líða og óskar landsmönnum öllum gæfu og gengis á nýju ári.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þörf að endurskoða peningastefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband