Að skirrast ekki við að skemma fyrir öðrum

Stuðningsmenn Ísl. þjóðfylkingarinnar í Reykjavík eru í sárum eftir niðurbrot liðsmanna hennar af hálfu nokkurra leiðandi manna sem höfðu ekki taumhald á sér á ögurstundu.

Ekki var það mikil pólitísk dómgreind sem sýndi sig í þeirri ákvörðun oddamannsins í Rvík-suður að fórna góðri von um þingsæti vegna alls óþarfrar og fyrirhyggjulausrar samstöðu með upphlaupsfólki. En svo fór sem fór, og sá annars hæfileikamikli Gunnlaugur Ingvarsson varð bæði af þingsætinu og tiltrúnaði margra með þátttöku sinni í ótrúlega bíæfnu skemmdarverki á flokknum.

JVJ.


mbl.is Þjóðfylkingin ekki fram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rasistar hata hvört annað líka, ekki bara múslimar

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 19:48

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Íslenska þjóðfylkingin er alveg laus við að vera rasistaflokkur. Hún fordæmir allt kynþátta- og útlendingahatur.

En rasistar hata líka Gyðinga.

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 14.10.2016 kl. 22:20

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig í ósköpunum datt forystu ÍÞ að bjóða Gústa Odda sæti á framboðslistanum?

Gústi er þekktur fyrir að geta ekki unnið með öðrum, hvaða flokkur sem það nú er.

En þetta sýnir að forysta ÍÞ var ekki með allt í röð og reglu á konternum. Gústi og Gulli færu í fýlu átti ekki að vera neitt mál. Allir á listunum áttu að færast upp um eitt sæti og einhverjir áttu að taka síðasta sæti listana.

Sýnir sig að forysta ÍÞ var með allt niður um sig alveg niður á hæla.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.10.2016 kl. 22:38

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sýnir hvað mannfyrirlitning er gagnslaus málstaður að sameinast um. Verði ykkur að góðu. ÍÞ er lítið saknað.

Vésteinn Valgarðsson, 15.10.2016 kl. 01:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var undarlegt innlegg frá fulltrúa róttækra sósíalista! Er langt síðan ykkar menn voru Stalínistar sem réttlættu aðra grimmustu mannfyrirlitningarstjórn heims?!

Jón Valur Jensson, 15.10.2016 kl. 02:28

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hverjum er ekki skít sama þótt einhver kalli mann rasista? það veður hér allt í lygi og óþveragangi og er líklegra að í  ESB séu æðstu menn Nazistar,eftir lestur hér á blogginu í kvöld/nótt. Mb.Kv.  

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2016 kl. 05:27

7 identicon

Já, þessi tíðindi hljóta að teljast til kosningaskandals áratugarins, ef ekki lengra. Allavega er búið að tryggja gott atriði í Skaupinu (sem höfundur mun missa af því sá hinn sami hatazt við RÚV og gerir þarfir sýnar yfir það reglulega).

Þeim svíður sem undir mígur er gott máltæki sem á við þá nú sem stóðu og standa á bak við framboð ÍÞ. Nóg samt hafa þeir nú atasta, hent aur að og gert lítið úr öðrum "nýjum" flokkum sem hafa reynt að fóta sig en átt í vandræðum. Nógu oft hefur höfundur hér að ofan gert grín að þingflokki sem gerði það rétta þegar upp komu vandamál í samskiptum sín á milli. Er ekki viss um að slíkur sérfræðingur myndi duga ÍÞ núna.

Auðvitað er ágætis fólk inn á milli sem stendur að framboði ÍÞ þó ég sé ekki sammála því í skoðunum, inn á milli og leiðinlegt fyrir það ágæta fólk að sjá vinnu sína kastað á glæ.

Hitt stendur eftir að höfundur fær nú enn og aftur á bauk sinn og fær að kenna á enska tevatninu ( talandi um England sem er í henglum nú eftir Brexit, verslanir hættar að selja varning á netinu til útlanda vegna falls pundins í kjölfar hrun pundins. Líkleg finnst höfundi eðlilegt að launafólk í Englandi taki nú á sig þann skell á meðan auðmenn sleppa við skrekkinn) eftir að hafa fyrst studd ÓRG til forseta, skipt svo um bát í miðri á og farðið í kafbátaáhöfn DO og ráðist á úr launsátir á háttvirtan forseta vorn með árásum og reglulega hellt úr koppi sínum yfir forseta vorn í útvarpi í sumar.  

Nú hrynur spilaborg höfundar hér enn og aftur. 

Spurning hlýtur þá að vera , sem snotur höfundur ætti að geta svarað ? Hversu hátt hreykti sá heimski sér nú ?

Sigfús (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 11:36

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki bara málið, að það tókst ekki að safna nægilegum fjölda meðmælenda?  Það tókst ekki í NA.  Er helst á því að það sama eigi við í Rvk.  Og það er náttúrulega gríðarlegt áfall fyrir flokkinn eða fylkinguna og sér í lagi þéssa tvo kupána, Gústaf og Gunnlaug.  Það hefði enginn trú á þeim og vildi þá ekki í framboð.  Þeir náttúrulega vilja ekki viðurkenna það og þyrla upp einhverju moldviðri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.10.2016 kl. 11:56

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki þarf að anza ESB-málpípum.

Jón Valur Jensson, 15.10.2016 kl. 13:21

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engin þörf er að anza

ESB-málpípum.

Tryggar í takt þær dansa

með tröllunum

í stórveldi því sem stríddi

oss stranglega gegn og níddi.

Jón Valur Jensson, 15.10.2016 kl. 13:43

11 identicon

..þegar óominnishegri rokþrotsins ríður yfir hjá höfundi, þá þegir hann þunnnu hljóði...

Sigfús (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 16:12

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hættu hér, Sigfús, með lygar þínar og einelti.

Jón Valur Jensson, 15.10.2016 kl. 16:56

13 identicon

Jón Valur Jensson.

Það átti að henda út af listum flokksins í Reykjavík frambjóðendum sem voru formanninum og klíkunni í kringum hann ekki þóknanlegir. Þetta átti að gera á flokksstjórnarfundi 13. október, degi áður en framboðsfrestur rann út. 

Formaðurinn var ekki tilbúinn að gefa út neina staðfestingu á því að fyrstu 10. sætunum á listunum, bæði í Reykjavík norður og suður, eins og þau höfðu verið samþykkt og birt í fjölmiðlum, yrði ekki breytt.

Þeim frambjóðendum, sem flokkseigendafélaginu var sérstaklega í illa við, voru Inga G. Halldórsdóttir (2. sæti RN) og Gústaf Níelsson (1. sæti RN). Ef til vill yrði Svanhvít Brynja Tómasdóttir (3. sæti RN)líka hrakin af lista. Mjög líklegt er að Gunnlaugur Ingvarsson yrði einnig látinn fjúka, þá aðallega fyrir þann glæp að hafa fengið þungavigtarmanninn Gústaf Níelsson í framboð fyrir flokkinn og gert tilraun til að fá annan dugandi stjórnmálamann, Magnús Þór Hafsteinsson, til liðs við Íslensku Þjóðfylkinguna.

Hvað varðar aðra frambjóðendur neðar á listunum, tel ég að formaðurinn og klíkan í kringum, hafi nú ekki nennt að henda þeim út líka. Sérstaklega ef þeir frambjóðendur yrðu til friðs og héldu kjafti. 

Ágúst Örn Gíslason (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 03:02

14 identicon

Þeir sem vilja veita Íslensku þjóðfylkinguni brautargengi í komandi kosningum geta,

 

"skv nýmælum í kosningalögunum geta kjósendur kosið hann utan kjörstaða hjá sýslumönnum þótt viðkomandi kjósandi sé lögskráður annars staðar. Ekki þarf að breyta lögheimili til þess."

 

Lista okkar hafa nú þegar verið samþykktir í Norðvestur og Suðurkjördæmi, bíðum svara við fleyrum.

 

Svo nú er bara að drífa sig að kjósa hjá Sýslumönnum landsins, gott fólk

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 07:05

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver, ef nokkur, er þín heimild, Ágúst, fyrir því sem þú fullyrðir þarna í 1. klausunni í innleggi þínu, þ.e. um eitthvað sem þú telur hafa verið ætlan eða ásetning formanns og flokksstjórnar?

Jón Valur Jensson, 16.10.2016 kl. 08:14

16 identicon

Ef þú spyrð um heimild, Jón Valur, þá eru til skrifleg samskipti meðal annars milli formanns Kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík annars vegar og formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar hins vegar, sem leiða þetta í ljós.

Þessir atburðir (og fleiri raunar, sem urðu til þess að framboðið í Reykjavík sprakk í tætlur) gerðust á meðan þú varst á Austurlandi að reyna að bjarga framboði flokksins í NA-kjördæmi.

Það segir sig eiginlega sjálft að þegar báðir oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum draga framboð sín til baka degi áður en framboðsfrestur rennur út, að eitthvað mikið hefur gengið á. Þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun hjá þeim oddvitum, Gunnlaugi og Gústaf. 

Ágúst Örn Gíslason (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 09:06

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vefengi "heimildina", enda engar uppl.tilfærðar í neinum tilvitnunum innan gæsalappa. Nánar seinna.

Jón Valur Jensson, 16.10.2016 kl. 15:57

18 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta allt à sèr langan ađdraganda og þù veist sjàlfur margt um ađstæđurnar JVJ.Þađ var orđinn alger trùnađarbrestur milli okkar fòlks ì Reykjavìk og formannsins og lìtillar klìku kring um hann !

Gunnlaugur I., 16.10.2016 kl. 15:59

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Inga G.Halld. (2. í Rv.N) og þið fleiri ýktuð hrikalega um málin, unz þið létuð smámuni vaxa ykkur svo í augum að þið fóruð sjálf að beita hótunum og veittuð loks Reykjavíkurframboðinu banvæna atlögu.

Eitthvað hefði nú heyrzt í sumum þessara tilfinninga-taumlausu væluskjóða, ef Helgi formaður hefði hagað sér með sama hætti !!

Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 03:14

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágúst, ég heyrði ekki á Gunnlaugi 3 mín. fyrir kl.4 (þegar blaðamannafundur GI og GN hófst) að þessi ákvörðun þeirra væri honum neitt erfið. Og þótt svo væri, var hún illa ráðin og stórskaðleg.v

Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 03:22

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

1. innlegg þitt hér, Ágúst, hefurðu cóperað gagnrýnislaust frá Facebókarskrifum Ingu G. Halldórsdóttur, jafnvel með stafavillum hennar, en hún er einna harðasti gagnrýnandi framkvæmdastjórnar flokksins og satt bezt að segja ekki marktæk þegar hún gengur lengst í uppspunnum, óbilgjörnum árásum sínum, sem eru sízt til eftirbreytni.

Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband