Miðvikudagur, 12.10.2016
Gunnlaugur telur Ísl. þjóðfylkinguna geta orðið stærsta flokkinn með tímanum, ef ...
... hinir skella skollaeyrum við ábendingum hennar. Glæsilega stóð hann sig í löngu viðtali á Stöð 2. Þar var hann þráfaldlega spurður út úr, en hafði svör við öllu. Hér er það augljóst öllum að sjá og frammistaða hans frábær:
Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi, sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.
Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erichs Honecker, því hér er fólki hreinlega hótað, sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.
Orð hans um, að ÍÞ gæti orðið flokka stærst, styðjaast ekki aðeins við það, hvílíkt leiðtogaefni hér er augljóslega komið fram í sjálfum honum (já, horfið á myndbandið!), heldur nefnir hann sjálfur dæmin frá Danmörku og Svíþjóð þar sem einmitt þetta hefur verið að gerast, með Svíþjóðardemókrata með mesta fylgið nú í skoðanakönnunum og danska Þjóðarflokkinn sem stærsta og leiðandi flokkinn á þinginu.
Og þannig ritar fréttakona 365 um málið og vitnar í Gunnlaug Ingvarsson:
Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk.
Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélagi og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.
Það var sannarlega tími til kominn asð þessi rödd fengi að heyrast hátt og snjallt og án þess að vera kveðin í kútinn með því að meina henni umfram aðra um málfrelsi, eins og andinn hefur gjarnan verið á RÚV.
Jón Valur Jensson.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Athugasemdir
Ath.:
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2182246/#comment3638223
Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.