Íslenska þjóðfylkingin fordæmir allt kynþátta- og útlendingahatur. Flokkurinn er bezti valkostur sjómanna

Þessi andstaða okkar við rasisma var alla tíð ljós frá upp­hafi og sér­stak­lega áréttuð á ný á flokks­stjórnar­fundi í fyrra­dag. Meðal ann­arra tíð­inda þaðan er form­legur stuðn­ingur ÍÞ við 6% sjó­manna­afslátt.

Þetta síðar­nefnda stefnu­mál gerir það alger­lega ljóst, að Íslenska þjóð­fylk­ingin er langbezti pólitíski valkostur strandbyggða og sjómanna­fjöl­skyldna, því að við erum bæði með margföldun strandveiða smábátasjó­manna og 6% sjómannaafslátt á stefnuskránni.

Enginn á að sjá ofsjónum yfir því, að sjómenn fái 6% afslátt frá tekjuskatti (takið eftir, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu eftir ráðningu sína fyrr en þeir hafa tryggt sér (oft) milljónatuga-starfslokasamning!)

Enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins án þess að nýta samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir, eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með skemmri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar viðurkenningu.

Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður, ekki löstur. Hann smyr samfélögin og það er einungis til aukinna framfara ef sjómenn geta hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Það er löngu kominn tími til að þessi stétt og landsbyggðin fái að njóta nábýlis síns við fiskimið landsins. Þar hefur undir­ritaður starfað um árabil við sjómennsku bæði frá Seyðisfirði, tveimur stöðum frá Vestfjörðum og þremur höfnum hér syðra og er til vitnis um það fjör­mikla athafnalíf, sem þar var að finna, en hefur verið haldið á bremsunni og jafn­vel í nokkurri gíslingu á síðari tímum af stjórnvöldum sem hafa ekki nægan skilning á gildi frjáls atvinnurekstrar, heldur hlaða undir ríkustu útgerðirnar og selja þeim jafnvel sjálfdæmi um að leggja einstök fyrirtæki og byggðarlög í rúst, þegar það hentar þeim.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sniðugt þetta með Íslensku þjóðfylkinguna, hún er að því er virðist af lestri upplýsinga,  einkum ætluð sérstökum, sem þá ættu að fá 6% afslátt af sköttum umfram hina þrælanna.

Ég man ekki betur en að þegar við hjón vorum að eignast börnin okkar og húsið, að ef sást karl á labbi með börnin sín um byggðarlagið á góðviðrisdegi, að þá var það sjómaður sem naut sérstaks skattafsláttar á mun hærri laun en við landkrabbarnir sætum okkur við.

 Allir aðrir í byggðarlaginu voru uppteknir við vinnu. Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir sköttum? Eiga bara sérstakir að hafa rétt á 6% skattafslætti og fyrir hvað? Eigum við ekki réttinn yfir fiskinnum í sjónum eða eru það bara sjómenn sem eiga hann? 

Menn velja sér starfsvettvang, eð rekast inná hann og nútíma útgerð gengur ekki án þjónustu.  En hvernig er það annars, á að vera ójöfnuður í skattheimtu eða ekki?

Hrólfur Þ Hraundal, 9.10.2016 kl. 10:27

2 identicon

Þegar maður les orðin "Íslenska þjóðfylkingin fordæmir allt kynþátta- og útlendingahatur", fær maður þá mynd af þessum flokki að þettu séu hópur manna sem lítið vita um málefni og stefnu. Að nota þessi orð, er lítið annað en "ad hominem", þar sem orðafjálfrið er hljómar fallega ... en meining orðanna algerlega tvíeggja.

Segjum að Íslendingar séu "mongólir" á tímum Gehngis Kahns. Stórþjóð, sem hefur sigrað Kína, og hálfa veröldina.  Það hljómar fallega, að maður eigi ekki að hata Kínverja, og mynda eina heild með þeim eins og stefna Ghengis Kahns var.

En nú lifum við hundruðum ára, eftir tíma Ghengis Kahns ... og ég spyr, hvað varð af Móngólum.  Er betra að hata eigið fólk, og skilja það eftir á vonarvöl?

Haldið þið, að Íslenska þjóðin eigi sér betri framtíð innan "veraldarinnar", en heimsveldið Móngólí, átti sér innan múra Kína? Er þetta stærðfræðilega, og hlutfalslega útreiknað hjá ykkur?

Eða eruð þið bara á því að Íslendingar sem slíkir, þurfa ekki að eiga sér neina framtíð ... sem þjóðflokkur?

Hvar liggja "mörk" kynþátta-haturs?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 10:40

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágæti Hrólfur, lesa máttu betur rökstuðninginn fyrir skattafslættinum. Engin stétt landsins hefur þolað þvílíkt mannfall sem sjómannastéttin, sbr. alla dánarlistana í sjóminjasafninu á Grandagarði. Þótt nú sé öryggið margfaldlega miklu meira, er í raun æskilegt að styrkja þessa stétt enn betur. En það vilja sennilega ekki stórútgerðirnar, hvorki að horfa á eftir miklum aflaheimildum í hendur sjálfstæðra sjómanna og fjölskyldna þeirra né að samkeppnin aukist um vinnuaflið.

Bjarne, óttalega eru þetta veik og ruglingsleg rök hjá þér.

Jón Valur Jensson, 10.10.2016 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband