Sunnudagur, 2.10.2016
Íslenska þjóðfylkingin heilsar landsmönnum á nýjum baráttuvettvangi
Velkomin á bloggsíðu Íslensku þjóðfylkingarinnar!
Við horfum djarfhuga fram til komandi alþingiskosninga, hugsjónafólkið í þessum unga flokki sem er kominn til að gæta hagsmuna almennings, landsréttinda í bráð og lengd og að vera afl til skynsamlegra og réttlátra stjórnarhátta.
Mörg okkar hafa nú þegar að baki baráttu fyrir landi og lýð í Icesave-málinu, þar sem við Íslendingar fórum með sigur af hólmi gegn því sem ýmsir töldu ofurefli liðs: tveimur yfirgangssömum fyrrverandi nýlenduríkjum, Bretlandi og Hollandi.
Þá hafa margir hér reynt að standa dyggan vörð um fullveldisréttindi Íslands í ræðu og riti, en ekki sízt í vefskrifum, og borið vitni um fásinnu þess, að Íslendingar gefi eftir fyrir þeirri ásókn áhrifaafla, að við látum sogast inn í stórveldi Evrópusambandsins.
Við höfum lagt réttlætismálum lið, fjallað um kjara- og lífeyrismál, tekið þátt í verkalýðsbaráttu, félags- og hugsjónastörfum, erum með breiða starfsreynslu til lands og sjávar að baki, sem gefur okkur innsýn í kjör alþýðu, ólíkt þeim sem fæddir eru með silfurskeið í munni og áttu greiða leið að völdum í gamla Fjórflokknum.
Eins og við höfum unnið þannig kauplaust í þágu réttlætis- og þjóðþrifamála, þannig vinnum við einnig fyrir þennan nýja flokk, sem enn hefur engan launaðan starfsmann og ekki launaða erindreka um allt land eins og stóru flokkarnir (launaðir með ríkisframlagi, teknu af skattgreiðendum).
Við erum þó með ágætt skrifstofuhúsnæði á leigu að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði; með eigin framlögum flokksmanna höfum við getað staðið undir því, sem og nokkrum auglýsingum, skilta- og fánagerð o.fl. Einmitt nú, næstu vikurnar, vantar meira fé í hálftómann kassann til að standa undir frekara útbreiðslustarfi, ekki sízt með ferðum í NV- og NA-kjördæmin til að safna bæði meðmælendum og fleiri frambjóðendum á listana. Framlög berist á styrktarreikning Íslensku þjóðfylkingarinnar, bankanr. 1161-26-4202 (kt. 420216-0330).
Þið munuð öll hafa heyrt flokk okkar atyrtran, en trúið því ekki! Við erum að sönnu eini flokkurinn sem hefur þor og dug til að hafna nýju útlendingalögunum og það af ærnum ástæðum, ekki sízt með hliðsjón af gjaldþrota innflytjendastefnu annarra norðlægra landa, sem komin eru allt of langt í háskalegu ferli sem virðist erfitt að gíra niður eftir á og haft hefur nú þegar margar sorglegar afleiðingar (sjá dæmin mörg í nýrri bók Hege Storhaug: Þjóðaplágan Íslam).
En hitt er þó fjarri öllum sanni, að við höfnum nokkrum manni vegna húðlitar hans eða trúar. Þvert á móti fordæmum við allt kynþátta- og útlendingahatur og viljum að vel sé gert við þá innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi.
Fyrir þá, sem vilja gerast meðmælendur framboðs okkar (án þess þar með að verða sjálfkrafa meðlimir flokksins og án skuldbindingar um það, hvað þeir muni kjósa hinn 29. næstkomandi!), er hér vefslóð á síðu með öllum kjördæmunum: http://www.thjodfylking.is/kjoerdaemi
Þar gefst ykkur gott lesefni. Látum þetta nægja hér í bili. X-E fyrir Ísland og Íslensku þjóðfylkinguna!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Innflytjendamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Athugasemdir
Skrifstofa flokksins er að Dalshrauni 5, 220 Hafnarfirði (beint á móti Fjarðakaupum, handan þjóðvegarins til Keflavíkur). Sími 789-6223 (opið kl. 14-21 alla daga). Netfang samtakanna er thjodfylking@gmail.com
Aðal-vefstjóri hér er Gunnlaugur Ingvarsson, oddvitinn á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum til aðstoðar er Jón Valur Jensson.
Íslenska þjóðfylkingin, 2.10.2016 kl. 20:56
Þið eruð þjóðinni til skammar.
En það finnast ekki nægir vaxlitir til að útskýra þetta fyrir ykkur....
Haraldur Davíðsson, 2.10.2016 kl. 22:07
Þetta var áberandi rakalaust innlegg frá Haraldi. Að hann er á yzta kanti sín megin í stjórnmálum, er reyndar næg skýring á þessu o.fl. innleggjum hans víða á netinu.
JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 2.10.2016 kl. 23:23
Sælir Þjóðfylkingarmenn: og til lukku, með ykkar nýju síðu, hér á vef !
Þó svo - Himnar og HöF, skilji okkur Gunnlaug Ingvarsson að:: hugmynda fræðilega, finnst mér rétt, að unna ykkur sannmælis, með tilkomu síðu ykkar.
Hitt er annað: að velvild ykkar, í garð aðildarinnar að EFTA og NATÓ, heldur frá ykkur mörgu vænu stuðningsfólki, hvað Utanríkismálin varðar, kæmi mér ekki á óvart, að þið hlytuð væna tugi % (prósenta) til fylgisaukningar, með því að hvetja til úrsagnar úr ofannefndum samtökum, enda: furða sig margir á því, enn þann dag í dag, að NATÓ skyldi ekki leggja upp sína laupa, í kjölfar falls höfuð óvinarins (Varsjárbandalagsins), á sínum tíma.
Þakkarverð er - eindregin mótstaða Viktors Orban, eins fremsta leiðtoga Ungverja, í mótspyrnunni gegn ESB stýrðri Múhameðskra væðingunni, austan hafs.
Jón Valur !
Löngum: hefir Haraldur Davíðsson Glámskyggn verið, á stöðu ýmissa mála / og því er engin sérstök ástæða til, að taka þröngsýnis- og vindanna blásandi stýrðra viðhorf hans, neitt sérstaklega alvarlega, svo sem.
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 00:16
Adressa nýju heimsíðu Íslensku þjóðfylkingarinnar er : http://x-e.is/
Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 23:02
Þakka ykkur kærlega fyrir að staðfesta orð mín, Nonni litli og Óskar Helgi...hehehe...þið eruð fyrirsjáanlegri en sólarupprásin eins og venjulega.
En það breytir því ekki að þessi rasista og þjóðbelgingshópur ykkar er samfélaginu til skammar.
En þið eruð líka sjálfdauð, eins og þið munuð komast að í kosningunum.
Það máttu vita Nonni litli, að þið fáið ekki að sá ykkar eitruðu fræum inn í farmtíð barnanna minna, svo mikið er víst.
En eitt mátt þú Nonni minn, og þið hin sem ennþá litið útfyrir, eiga og það er að þið eru botnlaus brunnur af skemmtiefni...:-)
Haraldur Davíðsson, 9.10.2016 kl. 20:23
Komið þið sælir - á ný !
Haraldur Davíðsson !
Fyrir það I.
Ég er ekki Mannfræðingur: og þar af leiðandi telst ég vart til rasista, fremur en aðrir þeir, sem ekki hafa numið þá merku fræðigrein, svo hér skal leiðrétt, hér með.
Þess utan - er ég því síður þjóðernissinni / þar sem ég gerðist Alþjóðasinni, fyrir 3 - 4 árum síðan.
Ennþá fjarlægara: að ég sé stuðningsmaður Íslenzku þjóðfylkingarinnar / þar sem forráðamenn hennar afþakka þá vel meintu ráðleggingu mína, að þeir setji á oddinn m.a.kröfu, um löngu sjálfsagða úrsögnina, úr NATÓ og EFTA klúbbunum, eins og ég var búinn að ráðleggja þeim, enda, .... er ég fremur ráðríkur að upplagi, og vil hafa hönd í bagga með málum, sem ég kann að koma að, hverju sinni.
Þannig að - Héralegar og kjánalegar ályktanir þínar Haraldur minn, um meintan stuðning minn, við E lista þeirra félaganna, falla algjörlega um sjálfar sig.
Svona: þér, að segja.
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.