Víst tengjast hryðjuverk múslimatrú ...

þótt einhverjir í Rabat í Mar­okkó lýsi þessu yfir: "hryðju­verk tengj­ast ekki trú eða þjóð­erni."

Saman­burður við kristni gerir þetta aug­ljóst. Skóla­árás­ir í Banda­ríkj­unum eða öfga­manns­ins Timo­thys McVeigh (Oklahoma-fjölda­morð­ingjans) eða naz­istans Breiviks komu ekki til af kristn­um hvöt­um eða tilgangi né voru sprottin úr kristnum trúar­samtökum.

Einu hryðju­verk krist­inna manna virðast bundin við varnar­aðgerðir gegn skæðum hryðju­verka­árásum múslima­samtaka (al-Shabab og Boko Haram), einkum í Súdan og Nígeríu. Helzta undan­tekning frá þessu er Júgóslavía á 10. áratug liðinnar aldar, þar áður Norður-Írland. En í fyrra tilfell­inu var einkum um valda­bar­áttu ólíkra og þó áður tengdra þjóð­erna í upp­lausnar­ástandi Júgóslavíu að ræða, með tilheyrandi þjóðernis­ofstæki og þjóð­ernis­hreins­unum (ethnic cleansing), í því síðar­nefnda hagsmuna­árekstra og ríg milli ráð­ríkra, olnboga­frekra mótmælenda annars vegar og hins vegar sjálf­stæðis­sinnaðra, verr settra kaþólikka.  

Að ódæðisverkum Breiviks frátöldum eru hryðjuverk í Evrópu á þessari öld að lang­mestu leyti verk múslimskra öfgamanna. Mann­skæðust hafa þau verið í Rússlandi, Frakk­landi, Bretlandi og á Spáni, ef talað er um okkar álfu, en margfalt algengari hafa þau þó verið í Mið-Austurlöndum og allt austur til Indlands og SA-Asíu, sem og Afríku allvíða (Kenýa, Nígeríu, Súdan, Túnis, Egyptalands, Sómalíu o.fl. landa). Iðulega tengjast þau beinum áhrifum frá heit­trúar­starfi í moskum og trúarskólum og snúast mjög oft um ofstæki súnní-múslima og sjíta-múslima hvorra í annarra garð, en í Afganistan, Írak og Sýrlandi koma fleiri við sögu og kristnir menn, Kúrdar og jasídar ein helztu fórnar­lömb­in, í þúsunda tali. Gleymum svo ekki hryðju­verka­samtökum Palest­ínu-araba, sem iðkuðu flugrán, fjölda­morð og árásir á óbreytta borgara lengi vel, voru þar nánast braut­ryðjendur á þessu sviði, unz Ísrael fór að draga úr þessu með sínum varnar- og mótaðgerðum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Minnast kvennanna sem voru myrtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband