Þriðjudagur, 25.10.2016
Bretar stefna á stórfellda stækkun Heathrow-flugvallar í Vestur-Lundúnum, meðan vantrúaðir vinstrimenn á Íslandi þrengja að miðstöð okkar innanlandsflugs!
Ekki er ónýtt að 1000 manns starfi á Reykjavíkurflugvelli, en um 77.000 ný störf myndast við lagningu 3. flugbrautar við Heathrow. Flugvélum yfir London mun fjölga um nær 50% og 200.000 í viðbót búa við hávaða þaðan. Sjötta flugstöðin bætist og við. Kosta mun verkið allt um 17,6 milljarða punda, þ.e. 2500 milljarða íslenskra króna, og þorpið Harmondsworth í nágrenni Heathrow verður rifið.
Þarna skortir ekki á stórhug og róttækar breytingar, enda mikið um þetta deilt og t.d. bæði Boris Johnson utanríkisráðherra og múslimski borgarstjórinn í London andvígir þessum áformum.
En hér heima láta menn það sumir ægja sér, að flugvöllur sé yfirhöfuð í höfuðborginni, eins og það sé ekki alvanalegt í borgum heims, og aðrir ætlast fyrst og fremst til að fá þarna lóðir (sem verða raunar dýrkeyptar), þótt gnægð lóða sé til á borgarlandinu!
Snorri Óskarsson, sem vera átti oddamaður framboðs Þjóðfylkingarinnar í NA-kjördæmi, var með athyglisverðar hugmyndir um Reykjavíkurflugvöll og fleira, er undirritaður hitti hann í lok ferðar um kjördæmið, þar sem reynt var að leggja hans mönnum á Austurlandi lið við söfnun undirskrifta vegna framboðsins (of seint, því miður, við hefðum þurft allt að hálfri viku til viðbótar til að ná þessu; en það fer bara í reynslubankann).
Við Snorri erum báðir eindregið fylgjandi því, að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera þar sem hann er, og báðir vissum við, að lengja mætti neyðarbrautina með nýjum hætti þrátt fyrir hryðjuverkið sem Valsmenn og meirihluti borgarstjórnar eru að vinna á NA-hluta þeirrar flugbrautar; en með því verki er verið að stórskaða flugöryggi í landinu og umfram allt að tefla lífi sjúklinga í hættu á komandi árum. En í stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar segir: ÍÞ vill að staðsetning núverandi innanlandsflugvallar verði til frambúðar.
Tillaga Snorra um nauðsynlega, tiltölulega auðvelda lenginu neyðarbrautarinnar út í sjó er bæði raunhæf og innan viðráðanlegra kostnaðarmarka. Ekki þyrfti að ryðja burt nema einu litlu húsi við SV-enda núverandi brautar (rétt við það svæði þar sem undirritaður átti heima fimm fyrstu æviár sín á Shellvegi), en þar má svo lengja brautina að vild út í Skerjafjörð. Yrði það mjög lítið mál samanborið við hugmyndirnar stórtæku sem menn voru með um að leggja glænýjan flugvöll (og byggja flugstöð sömuleiðis) á Lönguskerjum úti í firðinum.
Allt þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi. En treysta menn borgarstjóranum Degi til annars en að þvælast fyrir því sem orðið getur landsmönnum og borgarbúum til gagnkvæmra nytja?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Samþykktu stækkun á Heathrow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)