Færsluflokkur: Íþróttir

Til hamingju, Ísland

Glæsilegur var sigur íslenzka landsliðsins í knattspyrnu yfir Kosowo-mönnum í kvöld og mikil upplifun að sjá og heyra hina mögnuðu stemmingu einhuga áhorfenda sem tóku undir þjóðlegan sigursönginn. Sennilega er þetta stærsti og hljómmesti kór sem hingað til hefur heyrzt á landi okkar. Þarna voru allir stoltir að vera Íslendingar að fagna hver með öðrum.

Hve gott væri það, ef við gætum náð sömu eining­unni um stjórnmálaleg mark­mið þessarar þjóðar og létum af því að velja leiðir sem einungis vekja sundrung og missætti.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þessi leikur toppar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmenn ÍÞ! Ekki ætlar Inga Sæland að hamla gegn innflæði flóttamanna hingað (500 á ári ef VG fær að ráða), Þjóðfylkingin EIN FLOKKA stendur gegn þessu!

Okkur vantar fleiri samstarfs­menn að vinna með okkur að því að safna fleiri með­mæl­endum með fram­boði flokks­ins EFTIR LEIK­INN Í LAUG­AR­DAL, um og eftir kl. 21.00. Þá verður fjöldi manns á ferð úr Laugardal á bílum sínum og auð­velt að ná tali af þeim, þar sem þeir, með bílinn í hæga­gangi eða kyrr­stæðan, bíða eftir því að það losni úr flösku­hálsinum -- Látum þetta ganga! –– það munar gífurlega mikið um hverja tvo nýja meðmælendasafnara. Öllu slíku þarf svo að skila innan tæpra 4 sólarhringa, kl. 12 á föstudag! ––Með flokkskveðju :)  ––Sími JVJ (sem verður á svæðinu um og eftir kl.21) er 616-9070 og sími Jens G. Jenssonar, efsta manns á lista okkar í Rvík-norður, er 659-3593, við verðum með eyðublöðin tiltæk og stefnuskrána.

Jón Valur Jensson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband