Færsluflokkur: Varnar- og öryggismál
Þriðjudagur, 6.12.2016
Skammarleg skammsýni í málefnum Gæslunnar
Það er skammarlegt að Landhelgisgæslunni verður nú gert að fækka um heila varðskipsáhöfn á næsta ári! auk þess sem draga þarf úr annarri starfsemi, ef fjárlagafrumvarp, sem nú er lagt fram, verður að veruleika, með áframhaldandi alls óþörfum aðhaldsaðgerðum.
Þetta er í fullkominni andstöðu við stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem "vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti." Hér er stefnuskrá flokksins: thjodfylking.is/stefnan.
Jafnframt er vitað, að fjölga þarf um a.m.k. 150 manns í lögregluliði landsins. Að fresta því ár eftir ár, eftir sársaukafullar sparnaðaraðgerðir, gengur ekki lengur, og furðulegt að nýjum, kostnaðarmiklum gæluverkefnum í þágu pólitísks rétttrúnaðar hefur nú verið hrint af stokkunum í nýrri undirdeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á sama tíma og fé er ekki tiltækt til að manna nauðsynleg störf og vaktir í löggæslunni.
Sbr. einnig: Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar
JVJ.
Gæslan þarf að draga úr starfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7.11.2016
Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar
Strax í fyrstu haustveðrum og við upphaf skammdegistímans er þetta ljóst. "Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar eru ekki í notkun, önnur vegna bilunar en hin er í reglubundinni skoðun eftir 500 flugtíma. Þriðja þyrlan aðstoðaði við leit að rjúpnaskyttunum tveimur á sunnanverðu Snæfellsnesi í nótt," segir í frétt Mbl.is.
Er ekki augljóst, að landinu nægir ekki að hafa kannski einungis 1-2 þyrlur upp á að hlaupa? Hvað ef skip strandar eða ennþá alvarlegri vandi sækir að en að rjúpnaskyttur eða ferðamenn teppist á fjöllum? Hvað ef rútuslysið nýlega hefði átt sér stað á Norðausturlandi, ekki í nágrenni Reykjavíkur? Hvað ef náttúruhamfarir steðja að, t.d. Kötlugos með miklum flóðum, eða fleiri en eitt stórslys á sama tíma, meðal annars með skipsstrandi eða þegar skip og áhafnir eru í bráðri hættu úti á reginhafi?
Þetta ófremdarástand í tækjakosti Landhelgisgæzlunnar staðfestir nákvæmlega það, sem Íslenska þjóðfylkingin leggur áherslu á í stefnuskrá sinni:
ÍÞ vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti.
Meðal annars hefur verið á það bent á fundum flokksins, að Ísland eigi að sækja um réttmætan styrk úr mannvirkja- og öðrum sjóðum Norður-Atlantshafsbandalagsins til slíkra nauðsynjamála sem þyrlugæzlan verður að teljast, ekki aðeins okkar vegna, heldur sjófarenda og annarra sem leið eiga um land okkar og fiskveiðilögsöguna (meira en sjöfalt stærri en landið) og hið ennþá stærra flugstjórnarsvæði sem okkar menn hafa eftirlit með.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bilaði önnur þyrlan á æfingu á föstudaginn. Búið er að panta varahluti í hana, og gert er ráð fyrir að hún komist í lag á morgun. Óvíst er hversu lengi ástandsskoðunin mun taka á hinni þyrlunni en hún verður eflaust frá í nokkra daga. (Mbl.is)
Þess er óskað, og þess er vænzt, að stjórnvöld taki við sér í þessu nauðsynjamáli með því að fjölga þyrlum hér. Eins og hinn flugreyndi Ómar Ragnarsson bendir á, er viðhald og bilanatíðni þyrlna um tvöföld á við flugvélar. Okkur vantar því sárlega fleiri þyrlur, og ef vel ætti að vera, væri æskilegt, að a.m.k. ein eða tvær þeirra væru jafnan á Akureyri eða Egilsstöðum.
Kippum þessum málum í lag, tökum ekki frekari áhættu með því að keyra hér allt í áhættusamri lágmarksþjónustu eins og á sviði lögreglu- og heilbrigðismála.
JVJ.
Tvær þyrlanna ekki í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)