Færsluflokkur: Pepsi-deildin
Mánudagur, 9.10.2017
Til hamingju, Ísland
Glæsilegur var sigur íslenzka landsliðsins í knattspyrnu yfir Kosowo-mönnum í kvöld og mikil upplifun að sjá og heyra hina mögnuðu stemmingu einhuga áhorfenda sem tóku undir þjóðlegan sigursönginn. Sennilega er þetta stærsti og hljómmesti kór sem hingað til hefur heyrzt á landi okkar. Þarna voru allir stoltir að vera Íslendingar að fagna hver með öðrum.
Hve gott væri það, ef við gætum náð sömu einingunni um stjórnmálaleg markmið þessarar þjóðar og létum af því að velja leiðir sem einungis vekja sundrung og missætti.
Jón Valur Jensson.
Þessi leikur toppar allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)