Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
Föstudagur, 30.11.2018
Björn Bjarnason er laginn við að snúa hlutum á hvolf í EES-málum (ekki bara orkupakkanum), þykist þó geta gegnt hlutverki hins hlutlausa!
EES-maðurinn Björn Bjarnason er á Moggabloggi sínu (þar sem hann leyfir aldrei nein andmæli) að geipa af meintu "hagsældarskeiði fullveldisaldar með EES-aðild". En keisarinn er ekki í neinu; Frjálst land heita samtök sem afhjúpa þessa margtuggðu vitleysu í grein í dag, EES farganið jafn dýrt og heilbrigðiskerfið, þar sem segir:
Fáfræði um EES-samninginn er útbreidd og halda margir að EES hafi bætt lífskjör og komið á réttarbótum. Raunveruleikinn er þveröfugur: Bara reglufargan EES kostar eitt og sér svipað og heilbrigðismálin kosta skattgreiðendur. Auk þess eru als kyns íþyngjandi tilskipanir sem hafa dregið úr lífskjörum. Hrunið, sem orsakaðist m.a. af EES-regluverkinu, rændi marga eigum og lífskjörum. Réttarbæturnar sem sagðar eru af EES eru að mestu léttvægar, við höfum þvert á móti orðið fyrir réttarskerðingum og fjarlægar stofnanir sem reka erinda ESB/EES eru komnar með vald yfir íslenskum aðilum.
Þrátt fyrir slæma reynslu af EES er til fólk sem vill breyta stjórnarskránni svo við getum látið "alþjóðastofnanir" (átt er við ESB) setja hér lög um "réttarbætur". Í þessu leynist ein rangfærslan um EES: Það er ekkert alþjóðlegt við EES eða ESB sem er afmarkað svæðisbundið samband 28 þjóða sem fer fækkandi en er að þróast í yfirþjóðlegt valdabákn. Það á ekkert skylt við alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar sem Ísland er aðili að af frjálsum vilja. En Sameinuðu þjóðirnar geta ekki sett hér lög eins og ESB getur með EES-samningnum.
[Og svo er þar vísað í aðra grein:]Björn er ekki trúverðugur til að sitja í nefnd til að meta kosti og galla EES-samningsins og var þó skipaður (sennilega af Guðlaugi Þór) formaður þriggja manna nefndar til að vinna það verkefni! Þá er hann hagsmunatengdur í einu alstærsta EES-málinu: Þriðja orkupakkanum, en tengasonur hans, Heiðar Már Guðjónsson, hefur verið áfram um fjárfestingu í sæstreng milli Íslands og Skotlands.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2018 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2.11.2018
Er einhver lífsverndarsinnaður flokkur til á landi hér? Já!
Starfsfólk kvennadeildar Lsp komst upp með að brjóta lög, sem því var skylt að gæta, og vill nú jafnvel ganga enn lengra!
M.a.s. úrskurðarnefndin fór ekki að lögum, leyfði fóstureyðingar eftir lok 16. viku af félagslegum ástæðum; afleiðingin: ekki ein einasta synjun árið 2017!
Þvílíkan skrípaleik og óvirðingu við jafnvel litlar lagatakmarkanir ástundar þetta sjálfræðislið, svo að minnir á sjálfstýriapparat vinstri manna í Efstaleiti sem brýtur eigin lögbundnu hlutleysisskyldur í hverri viku.
Af hverju bendir enginn á að keisarinn er í engu? Af hræðslugæðum, af meðvirkri feimni eða ábyrgðarlausu skeytingarleysi?
"Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða." Með lögbrotum hafa félagsráðgjafar á kvennadeild og aðrir starfsmenn þar verið að eyða saklausum mannslífum árum og áratugum saman. Þegar jafnvel þau hafa ekki þorað út fyrir 16 vikna lagamörkin um félagslegur forsendurnar, tekur svo úrskurðarnefndin að sér að brjóta þau lög!!
Víkja ber þeirri úrskurðarnefnd frá án tafar.
En nú færist skörin upp á bekkinn, því að virkustu aðilar við fóstureyðinga-færiband Landspítalans, þ.m.t. við mjög þroskuð fóstur, krefjast nú opins skotleyfis síns á ÖLL fóstur til loka 22. viku meðgöngu, þ.e. að þetta verði fært í lög sem "sjálfsákvörðunarréttur" mæðra, og þurfi ekki að nefna neina ástæðu til!
En stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er alveg á hreinu í þessu máli. Hér er ályktun flokksþings okkar vorið 2017:
Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýframkomnum hugmyndum um róttækar breytingar á fóstureyðingalöggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum.
Íslenska þjóðfylkingin er EINI stjórnmálaflokkurinn sem boðað hefur þessa stefnu, síðan Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar og félaga hans leið undir lok, sjá næstu grein hér á undan.
En þótt Agnes biskup þegi yfir vansæmd fyrirhugaðrar löggjafar og Bjarni fjármálaráðherra reynist eins og meðvirk rola í málinu, þá sjást og heyrast þess víða merki, að fólki (og ekki sízt kvenfólki) er gersamlega misboðið yfir grófri stefnu viðkomandi spítalastarfsmanna og heilbrigðisráðherra, Svandísar, í þessu máli, með stefnu á víðtækt drápsleyfi allt upp í nær fimm og hálfs mánaðar gamalla fóstra!
Séu líkur á að Alþingi samþykki þessa svívirðu, þarf þjóðin að skora á forsetann að neita að undirrita slík ólög, en vísa málinu í þjóðaratkvæði.
Jón Valur Jensson. Höf. á sæti í flokksstjórn ÍÞ.
Engum fóstureyðingum synjað í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífsverndarmál | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)