Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016
Laugardagur, 31.12.2016
Losum okkur undan áþján bankaauðvaldsins
Ágætt er að heyra hvatningar til þjóðarinnar og minnt á góðan árangur í mörgu. En hvað er að hjá forsætisráðherra sem segir okkur þurfa lægri vexti, en gerir ekkert í málinu?
Það er vaxtaokurs-stefna Seðlabankans og bankanna, sem einna mest háir fjárhagslegri velferð heimilanna í landinu.
Dæmi má taka af 9,2 millj. kr. Íbúðalánasjóðs-láni, sem tekið var 2010. Það stendur nú í 8.584.000 kr. fyrir 67. afborgun. Að breyttri vísitölu neyzluverðs úr 365,3 stigum í júlí 2010 í 438,4 stig nú í árslok væru þessar 9,2 milljónir orðnar jafnvirði 11.044.031 kr., en eftir 67 afborganir eru eftirstöðvarnar með verðbótum orðnar 10.301.807 kr., sem sé um 700.000 kr. lægri en uppreiknaða verðið. Samt hefur verið borgað um 60.000 kr. af láninu mánaðarlega í 67 greiðslum!
Í hvað fara greiðslurnar þá, verðtrygginguna? NEI, heldur vaxtagreiðslurnar. 5% vextir eru af láninu. Af 60.813 kjr. afborgun 1.1. 2017 eru heilar 35.828 kr. VEXTIR, afborgun af nafnverði er 14.782, en afborgun verðbóta aðeins 2.958 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.170 kr.
Með því að lækka þessa vexti niður í 2% myndi mánaðarleg afborgun lækka gríðarlega, vextirnir niður í 14.331 kr. og verðbætur vegna vaxta niður í 2.868 kr., samtals 25.800 króna lækkkun frá mánaðarlegu afborguninni!
Ætlar forsætisráðherra að gera eitthvað í málinu?
"Íslenska þjóðfylkingin vill almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána og afnema verðtryggingu" (úr stefnuskrá), en meðan verðtryggingin helzt við, viljum við, að sett verði 2% þak á verðtryggðar vaxtagreiðslur íbúðalána og að okurvextirnir af óverðtryggðum íbúðalánum verði einnig færðir niður.
Íslenska þjóðfylkingin þakkar stuðningsfólki sínu árið sem er að líða og óskar landsmönnum öllum gæfu og gengis á nýju ári.
Jón Valur Jensson.
Þörf að endurskoða peningastefnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2017 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28.12.2016
Reynsla fólks og yfirsýn vegur þungt í fullveldismálum - En geta þrír flokkar teflt þeim í tvísýnu?
Þetta mun hafa sín áhrif í næstu kosningum: að í haust var kjörsókn minnst meðal kjósenda 20-24 ára, 65,7%, en mest hjá kjósendum 65-69 ára, 90,2%.
Þeir reynslumiklu, sem lengst hafa unnað sjálfstæði landsins, hafa þeim mun meiri ástæðu til að kjósa Íslensku þjóðfylkinguna. Og hér skulu menn minntir á, að þetta er sá flokkur landsins, sem einarðlegast stendur gegn því, að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Miklar efasemdir verður að hafa um það, hvort þeim þremur flokkum, sem nú sitja að stjórnarmyndunarviðræðum, sé treystandi fyrir sjálfstæði Íslands gagnvart hinu volduga og ágenga Evrópusambandi. Tveir þeirra flokka, "Viðreisn" og "Björt framtíð", eru báðir beinlínis flokkar ESB-innlimunarsinna! Sá þriðji, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur ítrekað brugðizt sínum eigin landsfundum í sjálfstæðismálum (Icesave-málinu og að segja upp Össurarumsókninni um inngöngu í ESB; sá sami Össur fekk rauða spjaldið 29. okt. sl., en enn trássast Bjarni Benediktsson við að fylgja stefnumótun eigin flokks; greinilega þarf að fylgjast með atferli hans á næstunni).
Við í Þjóðfylkingunni höfnum ennfremur hinum alls óþarfa Schengen-samningi, viljum njóta hér óskoraðs fullveldis yfir okkar landamærum, innflytjenda- og aðlögunarstefnu. Í því sambandi vörum við líka við hinum slapplegu ákvæðum nýrra útlendingalaga, sem taka hér gildi eftir aðeins fjóra daga!
Þá er úrsögn úr EES einnig á stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar, en í staðinn lögð áherzla á tvíhliða fríverzlunar- og viðskiptasamninga.
Jón Valur Jensson, meðlimur í flokksstjórn ÍÞ.
65,7% kjörsókn hjá 20-24 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.12.2016
Öryggishagsmunir sjómanna fyrir borð bornir
Hagsmunir evrópskra, mikið til múslimskra hælisleitenda, sem hafa hér engan landnemarétt, skipa nú hærri sess hjá stjórnvöldum og Rauða krossinum heldur en sú nauðsyn að fækka hér hvorki björgunarþyrlum né áhöfnum varðskipa Landhelgisgæslunnar!*
Vanhæf ríkisstjórn!
JVJ.
* Sjá fyrri grein hér og aðra hér og þá þriðju hér: Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7.12.2016
Reyndu að vakna, Bjarni! Afborganir skulda eiga ekki að ganga fyrir lífsöryggi landsmanna! Gæslan þarf sitt rekstrarfé!
Það ber að lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að fjársvelta Landhelgisgæsluna. Þar er tekin áhætta um líf og limi sjófarenda, ferðamanna, sjúkra og slasaðra næstu mánuði og misseri.
Bjarni Benediktsson, hættu að safna í þinn peningagrís eða láta afborganir skulda ganga fyrir lífsöryggi landsmanna!
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. (Vísir.is: Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp).
Hér er komið upp uggvænlegt ástand vegna eilífrar, óskiljanlegrar aðhaldssemi núverandi stjórnvalda á þessu sviði, ráðherra sem slá sig til riddara fyrir sparsemina, en gætu með þessu verið að taka á sig ábyrgð vegna mannfórna á næstunni, Þegar of seint og illa tekst að bregðast við stórslysum og háska.
Georg greinir frá því að niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni hafi verið um 30% frá árinu 2009, sem svarar um 1.200 milljónum. Til að fylla aðeins í það gat hefur stofnunin aflað sértekna með vinnu í útlöndum og notað til þess gömlu skipin sín. Þau eru aftur á móti ekki lengur tæk í þau verk vegna þess hve gömul þau eru orðin og því verður stofnunin af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári.
Til þess að halda úti lágmarksþjónustu óskuðum við eftir 300 milljónum en verði þetta að lögum þýðir það í raun að við föllum fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á línunni í langan tíma en þetta ýtir okkur fram af þessari brún.
Hann segir afleiðingarnar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bendir til þess að stofnunin þurfi að skila einni af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða.
Þetta þýðir á mannamáli að Landhelgisgæslan er ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands, segir Georg í sömu frétt á Mbl.is og heldur áfram:
Ná ekki að sinna útköllum
Forstjórinn bætir við að stofnunin muni illa geta farið út á sjó að sækja sjómenn eða aðra sem eru í nauðum þar og að almennt séð nái hún ekki að sinna þeim útköllum sem hún þarf að sinna. Verkefnin hafi aukist gríðarlega með fjölgun ferðamanna og útköll á þyrlu haldist í hendur við þá 30-40% aukningu sem hefur orðið á milli ára í þeim geira. Jafnframt hafi siglingar í kringum landið og innan leitar- og björgunarsvæðis stofnunarinnar aukist mikið. Ekki verði hægt að mæta því miðað við frumvarpið sem núna liggur fyrir.
Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks geta ekki verið hreyknir af sínum leiðtogum fyrir frammistöðuna í þessu máli. Gæslan er að biðja um litlar 300 milljónir króna (og þyrfti miklu meira), en fær ekki. Á sama tíma ausa þessi stjórnvöld yfir milljarði króna ár eftir ár í evrópska hælisleitendur sem hafa ekkert hingað að gera, eiga hér ekkert tilkall til ríkissjóðs og ætti að senda samstundis til baka með frímerki á rassinum.
Jón Valur Jensson.
Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6.12.2016
Skammarleg skammsýni í málefnum Gæslunnar
Það er skammarlegt að Landhelgisgæslunni verður nú gert að fækka um heila varðskipsáhöfn á næsta ári! auk þess sem draga þarf úr annarri starfsemi, ef fjárlagafrumvarp, sem nú er lagt fram, verður að veruleika, með áframhaldandi alls óþörfum aðhaldsaðgerðum.
Þetta er í fullkominni andstöðu við stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem "vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti." Hér er stefnuskrá flokksins: thjodfylking.is/stefnan.
Jafnframt er vitað, að fjölga þarf um a.m.k. 150 manns í lögregluliði landsins. Að fresta því ár eftir ár, eftir sársaukafullar sparnaðaraðgerðir, gengur ekki lengur, og furðulegt að nýjum, kostnaðarmiklum gæluverkefnum í þágu pólitísks rétttrúnaðar hefur nú verið hrint af stokkunum í nýrri undirdeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á sama tíma og fé er ekki tiltækt til að manna nauðsynleg störf og vaktir í löggæslunni.
Sbr. einnig: Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar
JVJ.
Gæslan þarf að draga úr starfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegur | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)