Miðvikudagur, 27.11.2019
Líf: vill ENGIN MISLÆG GATNAMÓT FRAMAR!
Líf Magneudóttir reynir að fá uppslátt í fjölmiðlum út á sína loftslagstrú og aðgerðir sem hótað er til að STÓRSKERÐA BÍLAUMFERÐ. Við deilum ekki þeirri trú með henni!
Arfavitlaus er stefna hennar í umferðarmálum, gengur fram hjá hinum hagkvæma, skilvirka kosti mislægra gatnamóta (sem ríkið leggur 80% kostnaðar til á stofnbrautum), en Líf, Dagur og þeirra liðsmenn leggja áherzlu á að þrengja sem allra mest að bílaeigendum sem þurfa að komast leiðar sinnar til vinnu, útréttinga, keyrslu með krakkana, til tómstunda og til ferðalaga.
Bílaeigendur eiga eftir að gera uppreisn við kjörkassana gegn fáráðshyggju vinstri flokkanna og taglhnýtinga þeirra í "Viðreisn", gegn þessum gervipólitíkusum sem þykjast vera með ofurþróað samvizkubit vegna innan við einn þúsundasta úr prómilli af meintum kolefnisútblæstri heimsins, en eru samt örugglega ekki til í að hætta sínum eilífu flugferðum á kostnað ríkis og sveitarfélaga! Þurfi einhver á samvizkubiti að halda í þessu efni, er það liðið sem stuðlar að sem mestum stoppum og lausagangi bíla við gatnamót (og það mengar einmitt í alvöru, ólíkt kolefninu), sem og þeir borgarfulltrúar sem mest hafa unnið sér inn af flugvizkubiti.
Borgin ætti ennfremur að banna nagladekk, sem spæna upp malbik og dreifa heilsuspillandi ryki. En ekkert nýtt gerist á þeim bænum, Ráðhúsinu við Tjörnina, sem Davíð ætlaði örugglega ekki það hlutverk að vera virki stöðnunar og afturhalds í borginni.
En við í Þjóðfylkingunni höfum ekki meðtekið hina tízkubundnu, en ósönnuðu loftslagstrú vinstri flokkanna.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Borgarmál | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.