Fimmtudagur, 21.11.2019
Yrði kosið nú í Svíþjóð, myndi hin óábyrga kratastjórn Löfvens falla og Svíþjóðardemókratar taka við stjórnarforystu!
Stórkostlegt er að sjá umskiptin til hins betra í viðhorfum sænsks almennings. Svíþjóðardemókratar hafa náð forystunni (28,5%) og gætu, ef kosið yrði, myndað ríkisstjórn með þeim tveimur flokkum (Móderötum og Kristdemókrötum) sem viðurkenna að sjónarmið Svíþjóðardemókrata í innflytjendamálum eru réttmæt.
Sósíaldemókratar hafa misst trúverðugleika í þvílíkum mæli meðal þjóðarinnar, að þeir eru komnir niður í Sjálfstæðisflokksfylgi, 22,5%, eru nú með næstmesta fylgið, en Móderatar þriðju, með 16,9%, og Kristdemókratar í 6. sæti, þó vel yfir 4% lágmarkið, með sín 6,8%!
Tökum ofan fyrir Svíum að láta ekki blekkjast lengur af sínum vanhæfa forsætisráðherra, kratanum Stefan Löfven!
Lesið um þetta hina athyglisverðu, vel skrifuðu frétt Gústafs Adolfs Skúlasonar, fréttaritara Útvarps Sögu í Svíþjóð, hér á Moggabloggi hans: Svíþjóðardemókratar styrkja stöðu sína sem stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar
Eins og Gústaf skrifar frá Svíþjóð:
Það ólgar í samfélaginu hérna um allt land og spjótin standa öll á sósíaldemókrötum. Vonandi heldur þetta áfram, því að nýr meirihluti er til staðar og vaxandi viji almennings fyrir myndun stjórnar með Svíþjóðardemókrötum, Móderötum og Kristdemókrötum.
Og því má bæta við, að vonandi eru að skapast aðstæður til þess nú að sameina þau stjórnmálaöfl hér á Íslandi, sem taka einarða afstöðu gegn óábyrgri stefnu í innflytjendamálum, áþekka þeirri sem Löfven hefur verið talsmaður fyrir. Það er fullkomlega örvænt um, að Sjálfstæðisflokkurinn sjái að sér í þeim efnum -- jafnvel Sigríður Á. Andersen er nú farin að mæla með "Open border"-stefnu hér!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.