Miðvikudagur, 2.10.2019
DNA-sýnum safnað úr ólöglegum innflytjendum
Það virðist í raun sanngjörn aðferð og væg, miðað við ýmsar harkalegri, að bandarísk stjórnvöld ætla nú að taka DNA-sýni allra hælisleitenda sem hafa verið hnepptir í varðhald eftir að hafa komið ólöglega til landsins.
Geri viðkomandi ekkert af sér, mun þetta ekki há þeim í landinu, fái þeir aðgang. Verði þeim vísað frá, en birtist aftur, mun auðvelt að bera kennsl á þá.
Trumpstjórnin hefur nú minnkað innflytjendakvóta um 40% og hafið byggingu hinnar rándýru öryggisgirðingar á landamærunum að Mexíkó. Eins og stjórnvöld flestra ríkja vill ríkisstjórn Trumps hafa visst taumhald á innflutningi fólks.
Það kann að vera einbert tímaspursmál hvenær önnur ríki taki upp þá eftirlitsaðferð, sem um ræðir hér ofar. En brjóti hún í bága við persónuverndartilskipun Evrópusambandins, munu þjóðirnar í því sambandi, sem og Ísland og Noregur, fara á mis við þá vörn sem felst í því að hafa lífsýni fólks tiltæk í vörslu lögreglu.
Jón Valur Jensson.
Ætla að safna DNA-sýnum úr öllum hælisleitendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.