Laugardagur, 16.3.2019
MÓTMÆLASTAÐA Í DAG VIÐ ALÞINGI
Íslenska þjóðfylkingin boðar til þögullar mótmælastöðu á Austurvelli í dag kl. 13-14.
Við mótmælum ofbeldi hóps hælisleitenda, "No Borders" o.fl. róttæklinga gegn íslensku samfélagi og lögreglunni okkar á Austurvelli. Mætum með íslenska fánann í friðsömum og þögulum mótmælum.
Í frétt frá aðstandendum mótmælanna mátti lesa, að þeir lýstu aðgerðum sínum þannig: "The occupation of the square has officially started! It is just the beginning!"
Fámennur hópur löglausra hælisleitenda (lítill hluti þeirra 600 sem komnir eru inn í landið frá 1. janúar) hefur síðan með ofurróttækum stuðningsmönnum sínum yfirtekið Austurvöll og haft þar alla sína hentisemi
Allir þjóðræknir menn, sem heimangengt eiga á þennan útifund á laugardaginn, geta tekið þátt í þeirri þöglu, en virðingarfullu aðgerð, sem boðuð er til stuðnings lögum og almannafriði og lögreglu landsins, sem aðeins gerði skyldu sína og meiddi ekki einn einasta mann, þegar hún veitti ólögmætum aðgerðum mótspyrnu á Austurvelli í vikunni.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Borgarmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.