GLÆSILEG niðurstaða í skoðanakönnun um fóstur­eyðinga­frumvarp Svandísar Svavarsdóttur

Þvílík niðurstaða í þeirri könnun Útvarps Sögu 25.-26. þ.m., þar sem spurt var: "Ertu sammála frumvarpi Svandísar Svavars­dótt­ur sem gerir ráð fyrir að heimila fóstur­eyðingar til loka 22 viku meðgöngu?"

Alls voru greidd 425 atkvæði. NEI sögðu 91,7%! JÁ sögðu einungis 5,6%, en hlutlaus voru 2,6%.
 
Niðurstöðurnar voru mjög áþekkar annarri könnun á sama vef ÚS, sem gerð var og birt 28. febr. 2017 og spurði út í það hvort fólk vildi rýmri fóstur­eyðinga­löggjöf, en þá reyndust rúmlega fimmfalt fleiri andvígir því en hlynntir að auka heimildir til fóstureyðinga.
 
Ljóst ætti að vera af þessu, að Svandís Svavarsdóttir hefur fengið almenning rosalega upp á móti sér með sínu öfga­kennda frumvarpi, enda eru ummæli um málið á Facebók* og víðar mjög af því andstöðu-tagi. Fólk virðist almennt hneykslað á bíræfni heilbrigðis­ráðherrans! Þess vegna var það aumkunar­verður áróður hjá yfirlækni kvenna­deildar Landspítalans í Sjón­varpi fyrir fáeinum kvöldum, að þetta (frumvarpið og 22ja vikna mark­ið!!) væri það sem almenn­ingur vildi ! --Þvílík skreytni !!!
 
En  stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er alveg á hreinu í þessu máli. Hér er ályktuflokksþings okkar vorið 2017:

 

Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöf­inni og mun taka á þessum málum með það að mark­miði að draga sem mest úr fóstureyðingum.

Íslenska þjóðfylkingin er EINI stjórnmála­flokkurinn sem boðað hefur þessa stefnu, síðan Borgaraflokkur Alberts Guðmunds­sonar og félaga hans leið undir lok, en stofnaður var hann 1987 og tókst einmitt að koma lífs­verndar­sinnuðu fólki á þing: Huldu Jensdóttur, Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni, Guðmundi Ágústssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur, sem öll stóðu að frumvörpum í átt til fósturverndar, þveröfugt við Lenínista­flokkinn Vinstri græn!

 
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Þungunarrof verði heimilt út 22. viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband